Þetta sést á mynd af listanum sem var birt á Twitter í gær af Ksenia Thorstrom, leiðtoga Semenovsky hverfisins í St Pétursborg. CNN skýrir frá þessu.
Fram kemur að í yfirlýsingunni segi meðal annars að aðgerðir Pútíns séu „skaðlegar fyrir Rússland og framtíð íbúa landsins“.
Bæjarstjórnin í Lomonovsky-hverfinu í Moskvu skrifaði einnig að stefna Pútíns sé „algjörlega úrelt og standi í vegi fyrir þróun Rússlands og mannauðs landsins“.
Í síðustu viku hvöttu félagar í Smolninskoye-hverfinu í St Pétursborg til þess að Dúman, rússneska þingið, ákæri Pútín fyrir landráð. Margir þessara einstaklinga hafa nú verið kærðir fyrir að gera lítið úr rússneska hernum en þung refsing liggur við brotum af því tagi.