Á sjöunda tímanum í gær var maður handtekinn eftir að hafa ítrekað hunsað fyrirmæli lögreglunnar. Hann var vistaður í fangageymslu þar sem hann fær að sofa vímuna úr sér.
Í Laugarneshverfi var tilkynnt um þjófnað úr söfnunargámi um klukkan 19. Þjófarnir voru farnir af vettvangi þegar lögreglan kom.
Í Hafnarfirði fundu lögreglumenn kannabisræktun og tilbúin efni í íbúð einni eftir að þeir höfðu fundið kannabislykt leggja frá henni. Einn er grunaður í málinu.
Á sjötta tímanum í gær var ekið á ungmenni á rafmagnshlaupahjóli þegar viðkomandi var að fara yfir gangbraut. Fjölskylda ungmennisins fór með það á bráðamóttöku en ekki er talið að um alvarleg meiðsl hafi verið að ræða.