Þetta kemur fram í skýrslu, sem var lekið úr stjórnkerfinu. Bloomberg skýrir frá þessu. Það voru rússneskir embættismenn og aðilar utan stjórnkerfisins sem gerðu skýrsluna.
Fram kemur að það sé mat skýrsluhöfunda að stríðið í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda hafa svo mikil áhrif á rússneskt efnahagslíf að það muni ekki komast á sama stig og það var 2021 fyrr en í lok áratugarins og jafnvel enn síðar.
Skýrslan var að sögn marga mánuði í smíðum og var unnin fyrir ráðamenn í Kreml.
Niðurstaða hennar er mjög svo á skjön við það rússneskir ráðamenn hafa sagt. Til dæmis sagði Maksim Resjetnukov, efnahagsráðherra, nýlega að reikna megi með hagvexti frá árslokum.