Ef marka má það sem Úkraínumenn segja þá vinna Rússar að því hörðum höndum að undirbúa sig undir veturinn.
Þeir segja að rússneski herinn glími við fjárskort og hafi því tilkynnt um fjársöfnun til að standa straum af kostnaði við kaup á vetrarfatnaði.
Rússar eru sagðir vera að ráða menn frá austurhluta landsins til að berjast í Úkraínu. Þeir eru vanir kulda og erfiðu loftslagi og veðurfari.
Rússar eru sagðir reyna að lokka íbúa í norðurhluta landsins til herþjónustu með því að bjóða þeim háar upphæðir fyrir.
Nýliðarnir eru sagðir illa menntaðir og hafi litla vitneskju um stöðu stríðsins í Úkraínu.