Daily Mail skýrir frá þessu. Segir miðillinn að Berdnikov sé sagður hafa brugðist í að halda yfirráðum Rússa yfir stórum úkraínskum landsvæðum í Kharkiv.
Skyndisókn Úkraínumanna í Kharkiv virðist hafa komið Rússum í opna skjöldu og hafa úkraínskar hersveitir náð héraðinu á sitt vald og hrakið rússneskar hersveitir þaðan. Virðast hersveitirnar hafa flúið í miklum flýti því þær skildu mikið magn hergagna eftir.
Rússar flúðu með skottið á milli lappanna – Skildu tugi ökutækja eftir
Ráðamenn í Kreml hafa ekki tjáð sig um brottrekstur Berdnikov.
Í sumar bárust fréttir um að Berdnikov hefði fallið fyrir kúlum Úkraínumanna en það virðist ekki hafa átt við rök að styðjast.