Karlmaður á áttræðisaldri sem slasaðist alvarlega þann 7. september í alvarlegu umferðarslysi í Þingeyjarsveit er látinn.
Hann slasaðist þegar fjórhjól sem hann ók valt er því var ekið eftir gömlum vegslóða. Var maðurinn fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar og síðar á Landspítalann þar sem hann lést af áverkum sínum þann 9. september. Lögreglan á Norðurlandi greinir frá en í tilkynningu kemur fram að embættið farið með rannsókn málsins sem mun vera langt komin.