Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að fáar tilkynningar hafi borist um að skjálftinn hafi fundist í byggð.
Töluverð skjálftavirkni hefur fylgt í kjölfar skjálftans, þar af nokkrir yfir 3 að stærð.
Skjálftahrinan við Grímsey hófst 8. september og hafa um 6.000 skjálftar mælst síðan. Sá stærsti reið yfir klukkan 04.01 þann 8. september og mældist 4,9.