fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Segir að Pútín eigi fjóra kosti núna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 05:40

Ónýtur rússneskur herbíll í Kharkiv. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úkraínumenn hafa sótt fram af krafti síðustu sólarhringa og hrakið Rússa frá stórum landsvæðum og hafa náð fjölda bæja og borga á sitt vald í Kharkiv. Þeir sækja einnig fram í Kherson en mun hægar enda var sú sókn hugsuð sem blekkingaraðgerð til að lokka Rússa frá Kharkiv og það tókst. Ef sigurganga Úkraínumanna heldur áfram þá verður Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, að taka ákvörðun um hvernig á að mæta Úkraínumönnum.

Þetta sagði Anders Puck Nielsen, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann í samtali við Danska ríkisútvarpið. Hann sagði atburði síðustu daga í Úkraínu vera stærstu atburðina í stríðinu síðan Rússar hörfuðu frá norðurhluta landsins þann 26. mars.

Hann sagði að Úkraínumenn hafa náð miklu landsvæði á sitt vald á fáum dögum. Það virðist sem nú blási vindarnir með þeim og að rússneski herinn sé eiginlega að brotna saman.

Hann sagði að margt geti auðvitað breyst en þróunin síðustu daga geri að verkum að Pútín standi frammi fyrir því að taka stóra ákvörðun, það er að segja ef sókn Úkraínumanna heldur áfram.

Hann sagðist telja að Pútín hafi fjóra möguleika.

Herkvaðning

Hann benti á að þegar Rússar réðust inn í Úkraínu undir þeim formerkjum að um „sérstaka hernaðaraðgerð“ væri að ræða hafi þess verið vænst að auðvelt yrði að sigra Úkraínumenn. Ekki hafi liðið langur tími þar til ljóst var að það myndi ekki ganga eftir. „Það þýðir að maður er alls ekki í standi til að berjast í stríði eins og það er núna,“ sagði hann.

Hann sagðist því telja rökrétt skref hjá Pútín að grípa til herkvaðningar, eitthvað sem hefði kannski átt að gera fyrir löngu. Þá verði að fara að kalla unga menn til herþjónustu. Þeir verði sendir í þjálfun og síðan til Úkraínu. En þrátt fyrir að þetta sé kannski eitt það rökréttasta, sem Pútín geti gert, þá valdi það honum vanda að sögn Nielsen. Ástæðan er að hans sögn að rússneskur almenningur sé ekki undir það búinn að þetta þróist á þessa vegu. Þegar búið sé að segja í sjö mánuði að allt gangi frábærlega og eftir áætlun og grípi svo skyndilega til herkvaðningar þá sé það staðfesting á að ekki hafi allt gengið eins og það átti að gera.

Kjarnorkuvopn

Hann benti á að Rússar eigi ekki mörg vopn eftir ónotuð í vopnabúri sínu, í raun bara eitt: „Það er kjarnorkusprengjan. Það sem gerir hana að mjög slæmum kosti er að það er ekki víst að notkun hennar muni koma að gagni.“

Hann sagði að ef Pútín vilji beita kjarnorkusprengjum þá standi hann frammi fyrir nokkrum kostum. Það geti verið erfitt að sjá á hverja eigi að varpa kjarnorkusprengjum. Á úkraínskar hersveitir eða hvort nota eiga þær sem fælingarvopn og varpa þeim á nokkra bæi og borgir. Einnig sé hægt að varpa kjarnorkusprengju á NATO en það geti haft víðtækar afleiðingar fyrir Rússa. Ólíklegt verði að teljast að Pútín muni gera það því hann hljóti að reikna með að brugðist verði við notkun kjarnorkuvopna og þá sérstaklega af hálfu Bandaríkjanna. Þau muni bregðast við á hátt sem valdi Pútín enn stærri vandamálum.

Að draga úr hernaðarmarkmiðunum

Þriðji möguleikinn að mati Nielsen er að draga úr þeim markmiðum sem voru sett með innrásinni. Sem sagt minnka það sem þarf að gera til hin „sérstaka hernaðaraðgerð“ teljist velheppnuð.

Ef Pútín vilji ekki grípa til herkvaðningar verði hann að nota það sem hann hefur og það sé hægt að gera með því að draga úr þeim markmiðum sem voru sett í upphafi.

Í fyrstu verði að gefa nokkur af þeim svæðum, sem nú er barist um, upp á bátinn og einbeita sér að þeim sem teljast mikilvægustu. Þetta er auðveldasta leiðin fyrir Pútín að mati Nielsen því hinar muni ógna stöðu Pútíns í Rússlandi.

Hvíta-Rússland

Fjórði og síðasti möguleikinn sem Nielsen nefndi er að Pútín fái Hvít-Rússa til að blanda sér í stríðið og ráðast á Úkraínu. Þetta sé ekki útilokað og megi reikna með að þetta komi til umræðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“