fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Fjölfötluð kona ól skyndilega barn – Getur hvorki talað né gengið

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. september 2022 06:54

mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmri viku ól 23 ára fjölfötluð kona, sem getur ekki talað né gengið, barn. Konan býr á Ivaaraq, sem er heimili fyrir fatlaða, í Qaqortoq á Grænlandi. Móðir konunnar vissi ekki að hún væri barnshafandi fyrr en hún hafði alið barnið. Nú hefur stofnunin verið kærð til lögreglunnar enda ljóst að konan var nauðgað.

KNR og Sermitsiaq skýra frá þessu. Maibritt Lothesen, móðir konunnar, sagði að heimilið þurfi að útskýra hvernig það gat gerst að dóttir hennar var beitt kynferðislegu ofbeldi.

Í samtali við KNR sagðist hún hafa haft áhyggjur af heilsufari dóttur sinnar um langa hríð því hún hafi fitnað og magi hennar hafi verið mjög þaninn.

Dóttirin getur hvorki talað né gengið, hún skríður og notar bleiu.

Maibritt sneri sér til stjórnenda heimilisins til að fá upplýsingar um hvað væri að dóttur hennar en lítið var um skýringar.

Það var ekki fyrr en að morgni 2. september sem hún komst að því hvað var að henni en þá var dóttirin lögð inn á sjúkrahús í skyndingu. Engar upplýsingar var að fá hjá heimilinu um ástæðu innlagnarinnar og því fór Maibritt á sjúkrahúsið.

„En ég fór á sjúkrahúsið og hljóp að stofunni hennar þegar ég sá möguleika til þess. Á leið að stofunni mætti ég lækni sem spurði: „Er þetta amma?“. Ég svaraði: „Nei, ég er mamma og vil gjarnan komast inn til dóttur minnar núna!“ En læknirinn hélt áfram að kalla mig ömmu. Það var þá sem ég komst að því að dóttir mín hafði alið dreng,“ sagði hún í samtali við KNR.

„Dóttir mín er ekki fær um að verja sig. Hún er ekki fær um að segja mér hvernig henni líður og hún er ekki fær um að segja mér að hún hafi verið misnotuð og börnuð,“ sagði hún.

Talsmaður lögreglunnar staðfesti að kæra hafi borist og að málið sé nú til rannsóknar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Í gær

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu

Sigurður G. segir að eins og fyrr sé hnefinn á lofti hjá Eflingu
Fréttir
Í gær

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Í gær

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin

Sævar Þór beinir athygli að því að sumir hafa það ekki gott um jólin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“