fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
Fréttir

Hafði áhyggjur af grímuklæddum mönnum en reyndist svo þekkja þá

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 11. september 2022 09:53

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gærkvöldi og í nótt sinnti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu alls 89 málum. Mikið var um hávaðatilkynningar en ölvun var talsverð meðal fólks í miðbænum. Þá bárust lögreglunni tvær tilkynningar vegna mögulegrar byrlunar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar.

Fram kemur í dagbókinni að alls átta mál er vörðuðu ölvunarakstur hafi komið upp á borð lögreglu. Þau voru misalvarleg, til að mynda snérist eitt um ferðamann sem lögregla fékk til að blása í öndunarprófsmæli. Ferðamaðurinn hafði þá fengið sér einn drykk en hann blés þó undir mörkum. Farþegi í bílnum ákvað þó þá að taka við akstrinum en hann var edrú. Lögreglan segir að um hafi verið að ræða erlenda ferðamenn sem höfðu ekki heyrt heilræðið „eftir einn ei aki neinn“.

Síðar um kvöldið og um nóttina urðu þó málin alvarlegri. Um klukkan 4 í nótt hafði lögreglan til að mynda afskipti af ökumanni í miðbænum. Sá reyndist vera ölvaður og var hann handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem dregið var úr honum blóð í þágu rannsókar málsins. Að sýnatöku lokinni fékk maðurinn að fara heim.

Annar ökumaður var svo tekinn fyrir of hraðan akstur í 108 Reykjavík þar sem hámarkshraðinn var 60 km/klst en maðurinn mældist á 87 km/klst. Ökumaðurinn var þó ekki bara að keyra of hratt því hann er einnig grunaður um ölvunar- og lyfjaakstur. Var hann því handtekinn og fluttur á lögreglustöð þar sem tekin voru sýni úr honum. Eftir það var maðurinn laus úr haldi lögreglu.

Í Hafnarfirðinum var svo annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá var að keyra mun hraðar. Hámarkshraðinn á svæðinu er 80 km/klst en hraðaratsjá lögreglu mældi bifreiðina á 123 km/klst. Ökumaðurinn sagðist þó hafa verið að keyra á 135 km/klst en auk þess viðurkendi hann að hafa drukkið áfengi og neytt fíkniefna. Þegar lögreglan kannaði málið nánar kom í ljós að ökuréttindi mannsins voru útrunnin. Hann var því handtekinn, fluttur á lögreglustöð þar sem hann fór í sýnatöku.

Aðeins er fjallað um eina líkamsárás í tilkynninguni frá lögreglu. Á fyrsta tímanum í nótt þurfti dyravörður í miðbænum að óska eftir aðstoð lögreglu vegna líkamsárásar. Lögreglan mætti á vettvang og voru tveir einstaklingar handteknir, báðir grunaðir um líkamsárás gegn dyravörðum. Þeir voru þá fluttir á lögreglustöð þar sem varðstjóri ræddi við þá en að viðræðum loknum var þeim sleppt úr haldi.

Þá segir í dagbókinni frá starfsmanni íþróttahúss sem óskaði eftir skjótri aðstoð lögreglu vegna tveggja grímuklæddra aðila sem voru í nálægð við húsið. Áður en lögreglan kom á vettvang hringdi starfsmaður íþróttahússins aftur í lögreglu og afþakkaði aðstoð hennar þar sem hann þekkti aðilana, um starfsmannagrín hafði verið að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn

Óhugur í Kolbrúnu vegna hugsanlegs samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn
Fréttir
Í gær

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs

Einar hefur boðið Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til samstarfs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti

Sagður reiða fram hundruð milljóna reglulega til að bjarga Pizzunni frá gjaldþroti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“

Færa baráttuna við Bakkavararbræður til Íslands – „Þar sem borgarar hafa séð skaðann sem Guðmundssynirnir geta valdið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad