fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fréttir

Sigmundur Ernir: „Þetta er sví­virða. Og heitir ekki annað en skatt­svik“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 10. september 2022 12:54

Sigmundur Ernir. Mynd/Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Fréttablaðsins, er harðorður í leiðara helgarblaðsins þar sem hann gagnrýnir „gegndarlausa álagningu Fríhafnarinnar í Leifsstöð“ og þar með fari sjálft ríkisvaldið á undan „með vondu for­dæmi og okri svo á lands­mönnum í opin­berum verslunum að líkja verður við argasta arð­rán.“

Sigmundur bendir á að nýleg verðkönnun leiði í ljós að íslenska ríkið leggur mun meira á vörur sínar í Fríhöfninni en lagt er á vörur sem fást í lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu „enda þótt hún þurfi ekki að standa skil á 24,5 prósenta virðis­auka­skatti sem einka­reknar verslanir fá ekki um­flúið. Þetta er sví­virða. Og heitir ekki annað en skatt­svik,“ segir hann.

Þannig sé íslenska ríkið hreinlega að stela niðurfellingu álaganna af almenningi og stingi í eigin vasa.

„Auð­vitað er það rétt hjá for­manni Neyt­enda­sam­takanna sem sagði í frétta­flutningi af málinu að þessi gífur­lega á­lagning af hálfu hins opin­bera væri al­ger­lega út úr korti. Og er nema von að maðurinn segi það. Dæmi eru um vin­sælar sæl­gætis­vörur sem eru fimm­tíu prósentum dýrari í Leifs­stöð en í Bónus, Krónunni eða Costco í bænum,“ segir Sigmundur og heldur áfram;

„Á­lagningin er því í rauninni jafnt yfir­gengi­leg og hún er ó­fyrir­leitin. Og enn ein gildran sem neyt­endur á Ís­landi þurfa að gæta sín á að falla ekki ofan í, eins og for­maður Neyt­enda­sam­takanna benti enn fremur á í um­ræddri frétt.“

Hér má nálgast leiðarann í heild sinni, en hann ber yfirskriftina: Ríkisokur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför

Ökuníðingur dreginn fyrir dóm eftir skrautlega eftirför
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns

Maður á sjötugsaldri sparkaði í andlit lögreglumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins

Fluttu tæplega þúsund töflur af stórhættulegu efni til landsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen

Aukin viðskipti ESB og Kína – „Vestrið eins og við þekktum það er ekki lengur til,“ segir von der Leyen
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“

Allt virðist í skrúfunni hjá Faxaflóahöfnum – „Ólaf­ur ásak­ar mig um að vera hryðju­verkamaður“