Í rannsókninni er komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki framtíðarsviðsmynd að komið sé að þeim punkti að ekki verði aftur snúið, það sé sú staða sem nú sé uppi á sumum svæðum skógarins. 90% af allri skógareyðingu eigi sér stað í Brasilíu og Bólivíu og nú séu eyðimerkur farnar að myndast í báðum löndum. The Guardian skýrir frá þessu.
Helstu ógnirnar sem steðja að skóginum eru skógarhögg, námuvinnsla, olíuvinnsla og landbúnaður.
Landbúnaður á sök á 84% af allri skógareyðingu og stærð þess lands sem hefur verið tekið undir landbúnað frá 1985 hefur þrefaldast.