fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Fleiri börn fjarlægð með valdi af heilbrigðisstofnunum – „Jafnvel á börnum í innlögn, sem ekki hafa ratað í fjölmiðla“

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 10. september 2022 17:06

Lögreglubíll fyrir utan Barnaspítalann í aðgerðinni í sumar. Mynd/Anton. Sigrún Sif Jóelsdóttir, talskona Lífs án ofbeldis.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Sif Jóelsdóttir, talskona samtakanna Líf án ofbeldis, segir að það sé „gríðarlegur léttir að sjá heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, í reynd verja mannréttindi til heilbrigðisþjónustu og öryggis við veitingu hennar og draga þannig skýr mörk.“

DV fjallaði fyrr í dag um svar Willums Þórs við fyrirspurn frá Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, um framkvæmd aðfarargerðir á heilbrigðisstofnunun.

Fyrirspurnin var lögð fram í sumar í kjölfar þess að aðfarargerð var framkvæmd gagnvart tíu ára langveikum dreng í lyfjagjöf á Barnaspítala Hringsins, og drengurinn fjarlægður úr höndum móður með aðkomu lögfræðings föður, sýslumanns, lögreglu og barnavernd, gegn vilja drengsins. Líf án ofbeldis vöktu athygli á málinu og fékk það mikla athygli í fjölmiðlum.

Sjá einnig: Heilbrigðisráðherra gagnrýnir aðför í forsjármáli á Barnaspítalanum

Í svari Willums Þórs sagði að almennt eigi stjórnvöld eins og aðrir að forðast aðgerðir sem geti truflað veitingu nauðsynlegrar heilbrigðisþjónustu. Það eigi „að mati ráðherra einnig við um aðfarargerðir sem framkvæmdar eru til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá og þá sérstaklega ef unnt er að koma þeim við annars staðar.“

Þá bendir Willum Þór í svari sínu á að liður í því að geta veitt sem besta heilbrigðisþjónustu sé „að sjúklingum líði öruggum á heilbrigðisstofnunum og veigri sér ekki við að mæta þangað, svo sem vegna hættu á að þar verði framkvæmdar aðfarargerðir þær sem um er spurt.“

Alls ekki eina málið af þessum toga

Sigrún Sif segir að á fundi samtakanna Líf án ofbeldis með Ásmundi Einari Daðasyni barnamálaráðherra nýverið, hafi hann lagt  áherslu á að hagsmunir barna í þeirra eigin málum ættu alltaf að trompa allt annað. Dæmin sýni hins vegar miklu flóknari raunveruleika og ógurlegt flækjustig í lagaframkvæmd yfirvalda um réttindi barna.

„Hvernig eru til dæmis hagsmunir barns vegnir til móts við sjálfstæð réttindi þeirra andspænis foreldri sínu? Hvernig eru réttindi barna vegin andspænis valdbeitingu ríkisins? Samtökin Líf án ofbeldis urðu beinlínis til vegna þess að hagsmunir barna eru ekki virtir þegar kemur að ákvarðanatöku og inngripi ríkisins í mál sem varða ofbeldi gegn börnum eða nákomnum aðilum,“ segir Sigrún Sif.

Sjá einnig: Fær ekki að hitta son sinn sem var tekinn af henni á Barnaspítalanum fyrr en í október

Fyrirspurn Jóhanns Páls var einnig beint til barnamálaráðherra sem og Jóns Gunnarssonar, dómsmálaráðherra, og má vænta svara frá þeim.

Og málið sem kom upp í sumar er alls ekki það eina. „Við höfum vitneskju um að aðfarir sem þessar hafi verið gerðar á börnum á heilbrigðisstofnunum, jafnvel á börnum í innlögn, sem ekki hafa ratað í fjölmiðla. Það að slíkar aðgerðir gegn börnum þoli ekki dagsins ljós segir ýmislegt um réttmæti þeirra,“ segir Sigrún Sif.

Heilsufarslegar afleiðingar á fullorðinsárum

Hún bendir á að það sé ekki að ástæðulausu sem áður hafi verið lagt til að heimild til aðfarar, til að koma á umgengni, lögheimili og/eða forsjá verði felld brott úr lögum. „Við þekkjum því miður of mörg dæmi þess að börn sem sætt hafa þessu inngripi frá sýslumanni með liðsinni barnaverndar og lögreglu, búi við miklar heilsufarslegar afleiðingar á fullorðinsárum, svo ekki sé talað um brotið traust til stjórnvalda,“ segir Sigrún Sif og heldur áfram:

„Í svari sínu er Willum að okkar mati að árétta takmörk þess valds sem ríkið getur leyft sér að beita borgarana sem er gríðarlega mikilvægt fyrir allan almenning í landinu. Það að stjórnvald eins og sýslumaður beiti sér með þeim hætti, inni á heilbrigðisstofnun, eins og gert hefur verið, bendir sterklega til þess að embættið hreinlega ráði ekki við það verkefni að vega og meta hagsmuni barna og virða lögbundin sjálfstæð mannréttindi þeirra.“

Sjá einnig: Gabríela Bryndís: „Við erum ekki að tala um forsjármál, við erum að tala um mannréttindabrot“

Sigrún Sif segir margar spurningar vakna vegna þessa. „Ef valdbeitingin er slík í aðstæðum þar sem barn er skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar, hvernig er þá hægt að treysta því að valdi sé ekki misbeitt almennt í þessari framkvæmd? Hver er raunverulegur ásetningur eða tilgangur þegar aðgerð stríðir svo augljóslega gegn réttindum barns? Við erum ekki að tala um aðgerð eins og fjárnám, við erum að tala um lifandi fólk, börn sem reiða sig alfarið á hina fullorðnu og hafa ekkert vald gagnvart embættum ríkisins. Við erum að tala um inngrip sem getur haft ráðandi áhrif á heilsu og atgervi barna til framtíðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér

Það sem við vitum um árásina í Magdeburg – Íslendingar beðnir að láta vita af sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“

Innflytjandinn sem lét íslenskar konur heyra það: „Væri reiðin ykkar önnur ef Íslendingur hefði skrifað þetta?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992

Þorsteinn banaði eiginkonu sinni og sagður ekki hafa brotið lög áður – Fékk dóm fyrir íkveikju árið 1992
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði

Faðir sló og sparkaði í dóttur sína – Hótaði að berja hana svo illa að hún gæti ekki andað fyrir blóði