fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fókus

Sögðu skilið við trúna og buðu öðru fólki í svefnherbergið

Fókus
Föstudaginn 9. september 2022 20:00

Myndir/3Fun

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephanie og Billy Ledbetter, kynntust á flugvelli árið 2004 og giftu sig aðeins hálfu ári síðar. Þau voru nokkuð ung þegar þau giftust, Stephanie var 18 ára og Billy var 21 árs. Þau höfðu verið gift í 17 ár þegar Billy sagði að hann vildi prófa að bjóða öðru fólki í svefnherbergið þeirra. „Við vorum að prófa öll kynlífsleikföng sem hægt er að kaupa á netinu. Maðurinn minn vildi hrista aðeins upp í kynlífinu svo hann sagði mér frá þessu,“ segir Stephanie í samtali við Daily Star.

„Mér fannst þetta ekkert skrýtið, ég sagði honum bara að gefa mér viku til að skoða þetta betur,“ segir Stephanie enn fremur en eftir að hafa hugsað málið ákvað hún að slá til og stunda makaskipti.

Áður en þau byrjuðu ákváðu þau þó að segja skilið við trúnna en þau gengu bæði úr kirkjunni sinni. Í viðtalinu við Daily Star er ekki sagt frá því í hvaða söfnuði þau voru en svo virðist vera sem hann hafi haft mikil áhrif á líf þeirra. Þau segja til að mynda að trúin hafi haldið þeim frá því að lifa lífinu sínu eins og þau vildu.

Þau segja að sambandið þeirra blómstri í dag eftir að þau prófuðu að stunda makaskipti. „Sem par erum við búin að læra miklu meira um samþykki og samskipti heldur en við gerðum í kirkjunni og á meðan við vorum að alast upp,“ segir Stephanie. „Við erum opin með allt saman núna og tengslin okkar ná miklu dýpra heldur en áður en við byrjuðum að stunda makaskipti.“

Stephanie segir þá að eftir fyrsta skiptið þeirra með öðru fólki hafi þeim strax liðið miklu betur. „Það var eins og þungri byrði væri af okkur létt,“ segir hún og meinar það bæði bókstaflega og ekki. „Ég missti rúm 9 kíló á næstu manuðum og eiginmanninum mínum líður miklu betur í vinnunni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan

Flosi hélt lengi að hin fullkomna kona myndi gera hann heilan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“

Linda Pé öfundar ekki aðrar konur – „Ég hef oft upplifað þetta gagnvart mér“