Skjálftinn fannst vel á Akureyri að sögn íbúa og vöknuðu margir við hann. Klukkan 04.08 reið skjálfti upp á 4,8, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofunnar, yfir.
Stærri skjálftinn átti upptök sín 11,5 km ANA af Grímsey en hinn 19,2 km NNA af Grímsey.
Uppfært klukkan 05.37
Í tilkynningu frá Veðurstofunni segir að stærsti skjálftinn, sá sem reið yfir klukkan 04.01, hafi mælst 4,9 og hafi fjöldi eftirskjálfta fylgt í kjölfarið.
Segir að hrinan hafi hafist um klukkan tvö í nótt og séu engin merki um gosóróa. Um 200 skjálftar hafa mælst fram að þessu.