Rétt fyrir miðnætti var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sinni á 140 km/klst í vesturhluta borgarinnar þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst. Skömmu síðar var annar kærður fyrir að aka á 147 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 80 km/klst.
Á um tveggja klukkustundatímabili i nótt var gjald lagt á eigendur 19 bifreiða vegna stöðubrota í Miðborginni og Hlíðahverfi.