Tilkynnt var um það um hádegisbil í dag að heilsa Elísabetar Bretadrottningar væri slæm. Í dag hefur nánasta fjölskylda Elísabetar flogið til Balmoral kastalans í Skotlandi þar sem drottningin dvelur og telur fólk að andlát hennar sé yfirvofandi.
Heimurinn fylgist nú með fregnum frá Bretlandi og hrukku mörg í kút þegar fréttakona BBC birti færslu í dag á Twitter um að drottningin væri dáin. Yalda Hakim, umsjónarmaður BBC World News’ Impact, er fréttamaðurinn sem um ræðir en hún birti færsluna óvart. Hakim segir frá þessu í færslu sem hún birti í kjölfarið eftir að hafa eytt færslunni um andlát drottningarinnar.
„Þetta var ekki rétt, það er ekki búið að tilkynna neitt svo ég er búin að eyða færslunni. Ég biðst afsökunar,“ segir Yalda Hakim sem sér án efa mikið eftir því að hafa ýtt á enter takkann.
I tweeted that there had been an announcement about the death of the Queen. This was incorrect, there has been no announcement, and so I have deleted the tweet. I apologise.
— Yalda Hakim (@BBCYaldaHakim) September 8, 2022