fbpx
Föstudagur 18.apríl 2025
Fréttir

Landsréttur sneri við úrskurði um útburð rekstraraðila Sjálands – Greiddi vangoldna húsaleigu 10 mínútum áður en yfirlýsing barst

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. september 2022 11:57

Frá Sjálandi Mynd: Vignir Már Garðarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur snúið við þeirri ákvörðun Héraðsdóms að Arnarnesvegur ehf, eigandi fasteignar við Ránargrund 4 í Garðabæ, sé heimilt að bera Gourmet ehf, rekstrarfélag veitingastaðarins Sjálands sem starfræktur er í húsnæðinu, út vegna vangoldinnar leigu.

Í dómnum kemur fram að rekstraraðili staðarins hafi glímt við rekstraerfiðleika sökum heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Ekki hafi verið hægt að nota veislusal húsnæðisins um langt skeið og vegna takmarkanna hafi rekstrartekjur staðarins lækkað um allt að 90% frá september 2020. Óskað hafi verið eftir helmingsafslætti af húsaleigunni fjóra síðustu mánuði ársins 2020 en á það var ekki fallist. Að endingu var komist að samkomulagi um greiðslu þessara mánaða og að endingu voru allir mánuðirnir greiddir nema desember 2020.

Þá kemur fram í dómnum að forsvarsmenn Arnarsnesvegar haldi því fram að leigugreiðslur allt árið 2021 hafi borist seint og illa og ganga hefði þurfti eftir þeim. Engin gögn voru þó lögð fram til stuðnings þeim yfirlýsingum.

Í byrjun árs 2022 harðnaði aftur í ári vegna nýrrar Covid-bylgju og voru vanefndir með greiðslu húsaleigunnar í janúar og febrúar 2022. Eigandi fasteignarinnar sendi greiðsluáskorun til rekstraraðilans þann 22. febrúar síðastliðinn þar sem þess var krafist að gerð yrði upp vangoldin húsaleiga fyrir desember 2020 og janúar og febrúar 2022, samtals um 9,3 milljónir króna. Ýmis samskipti áttu sér stað milli aðilinna og þann 8. mars greiddi rekstraraðili 3 milljónir króna inn á skuldina. Þann 23. mars kl.10.20 greiddi svo rekstraraðilinn upp vangoldnu leiguna en 10 mínútum síðar, kl.10.30, barst yfirlýsing um riftun leigusamningsins frá húseiganda.

Í dómsmálinu var tekist á um hvort að eigandi fasteignarinnar hefði átt rétt á að rifta leigusamningum. Héraðsdómur var á því að það hefði verið heimilt en Landsréttur var á öndverðum meiði.

Hér er hægt að kynna sér dóminn í heild sinni

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni

Einræðisáætlun Trump er tilbúin og hann fylgir henni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað

Piltur sýknaður af nauðgun þrátt fyrir ósamræmi í framburði og þó að vitni hafi legið vakandi við hlið þeirra á meðan meint brot átti sér stað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína

Harmleikurinn í Garðabæ: Hin grunaða sögð hafa átt í stormasömu sambandi við foreldra sína
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy

Gríðarlegur rottugangur á heimili Hackman hjónanna – Olli dauða Betsy