Hirðin sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir stundu um helsufar drottningarinnar. Fram kemur að læknar drottningarinnar hafi áhyggjur af heilsu hennar og mæli með að hún verði áfram undir eftirliti lækna.
BBC segir að nánustu ættingjum drottningarinnar hafi verið gert viðvart um ástand hennar.
Sir Lindsay Hoyle, formaður neðri deildar breska þingsins, sendi drottningunni og fjölskyldu hennar hlýjar óskir úr ræðustól rétt áðan.
Drottningin er 96 ára og hefur ekki verið góða heilsu að undanförnu.
Auk Karls og Vilhjálms eru fleiri úr konungsfjölskyldunni á leið til Balmoral.