Í Hlíðahverfi var tilkynnt um mann með hníf á lofti. Hann var farinn þegar lögreglan kom á vettvang en gaf sig fram nokkru síðar. Hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Einn var handtekinn í Garðabæ vegna heimilisofbeldismáls og var viðkomandi vistaður í fangageymslu.