fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Guðrún Bergmann – Alþjóðaheilbrigðisstofnunin komin með hálfgert alræðisvald

Fókus
Fimmtudaginn 8. september 2022 13:00

Guðrún Bergmann Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Bergmann lífstílsráðgjafi er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Guðrún segir að það hafi aldrei verið mikilvægara en nú að fólk hlusti á innsæi sitt.

,,Það eru mjög órólegir tímar í heiminum og stjórnvöld eru að grípa inn í líf fólks á mjög mörgum sviðum, meðal annars varðandi heilsu og hver og einn verður að reyna að finna innra með sér hvað er rétt og hvað ekki. Í mínum huga er það orðið mjög sérstakt að ein stofnun (Alþjóðaheilbrigðisstofnunin) sé komin með hálfgert alræðisvald yfir alls kyns hlutum,” segir Guðrún og heldur áfram:

,,Fyrir tveimur árum voru allir sem töluðu um það sem er að gerast í Davos og hjá World Economic Forum kallaðir samsærisfólk, en nú er mjög margt af þessu orðið opinbert og liggur beinlínis fyrir. Það er verið að ljóstra upp hlutum sem hafa verið í felum lengi og nú er ekki lengur hægt að loka bara augunum. Við höfum svolítið verið stödd í Truman-Show og svo einn góðan veðurdag opnum við augun og sjáum hvað er að gerast.”

Bjuggu til orðið meðvirkni

Guðrún,sem hefur í meira en 30 ár starfað við heilsu, rifjar í þættinum upp áhugaverða tíma á ferli sínum:

,,Við vorum með nýaldarsamtök á tímabili þar sem fólk var í fyrsta sinn að byrja að tala um tilfinningar. Við gáfum út bækur, meðal annars eina þar sem hugtakið meðvirkni var í fyrsta sinn nefnt á Íslensku. Þegar það var verið að þýða bókina var ekki til neitt íslenskt hugtak yfir ,,codependency”, þannig að við þurftum að búa til íslenskt orð í samráði við orðabók Háskóla Íslands,” segir Guðrún, sem sjálf glímdi við heilsuleysi um árabil og fékk í framhaldinu miikinn áhuga á heilsu.

Fékk magasár 10 ára eftir misnotkun

,,Ég var alltaf sjálf að leita og læknarnir voru búnir að greina mig með ímyndunarveiki út af öllum einkennunum. Ég var búin að horfa á fólk í kringum mig taka mikið af lyfjum og vissi að það væri ekki mín leið. En einkennin voru mjög þrálát og ég var til dæmis alltaf með sýkingar í kinn-og ennisholum og meltingin í ólagi. Það var ekki fyrr en síðar að ég gerði þá tengingu að misnotkun sem ég varð fyrir sem barn hafi spilað inn í. Ég sé núna að það bjó til mikinn kvíða og setti líkamann úr jafnvægi. Ég fékk magasár þegar ég var bara 10 ára gömul, sem þótti með eindæmum og eftir það átti ég í miklu basli með meltinguna í mörg ár. Ég var að basla við alls konar vandamál í taugakerfinu og líkamanum í fleiri fleiri ár.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Guðrúnu og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“