fbpx
Sunnudagur 20.apríl 2025
Fréttir

Bretland skelfur vegna ástands drottningarinnar -„Þetta er alvarlegt“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. september 2022 13:49

Ein af síðustu myndunum sem voru teknar af Elísabetu II. Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greint var frá því um hádegisbil í dag að Elísabet Bretadrottning væri undir sérstöku eftirliti lækna eftir að heilsan hennar varð verri í morgun. Ljóst er að þessum veikindum hennar er tekið alvarlega og virðist það vera sem allir í Bretlandi séu að búa sig undir andlát hennar.

Til að mynda eru fréttamenn BBC komnir í svört jakkaföt og dagskrá stöðvarinnar hefur verið frestað út daginn, ef það skyldi þurfa að tilkynna að drottningin sé dáin. Þá er sagt að öll börn drottningarinnar séu nú komin til hennar, sem og Vilhjálmur prins. „Þetta er alvarlegt,“ segir Chris Ship, ritstjóri frétta um konungsfjölskylduna á ITV.

Segja má að allt Bretland skelfi í dag en samfélagsmiðillinn Twitter hefur logað síðan fregnirnar um heilsu drottningarinnar bárust fyrr í dag.

Liz Truss, forsætisráðherra Bretlands, er til að mynda áhyggjufull en hún segir að öll þjóðin sé á sama báti.

Fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan hefur einnig áhyggjur en hann segist ekki geta ímyndað sér raunveruleika án drottningarinnar.

Samfélagsmiðlastjarnan KSI, sem er hvað þekktastur á YouTube, segir að hann vilji ekki að drottningin deyji.

Þá hafa fjölmargir birt færslur á miðlinum til að lýsa yfir stuðning við drottninguna. Þær færslur koma þó ekki bara frá Bretlandi heldur hefur fólk hvaðanæva úr heiminum sent hlýjar kveðjur til Elísabetar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“