fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Vopnaður innbrotsþjófur – Otuðu hnífum að hvor öðrum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast á kvöld- og næturvaktinni en hún sinnti 73 málum. Fimm dvelja í fangageymslu vegna ýmissa mála sem þarfnast rannsóknar.

Einn þeirra var handtekinn á Smiðjuvegi í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynnt var um innbrot. Viðkomandi reyndist vera vopnaður og með meint fíkniefni í fórum sínum auk muna sem taldir eru vera þýfi. Talið er að viðkomandi hafi brotist inn í nokkrar bifreiðar á svæðinu áður en hann var handtekinn.

Um klukkan eitt í nót var tilkynnt um tvo aðila sem væru að beita hnífum gegn hvor öðrum í verslun í Miðborginni. Annar þeirra er nú í haldi lögreglunnar, þar sem ekki var hægt að ræða við hann vegna vímuástands hans, en hinn var látinn laus að skýrslutöku lokinni. Í ljós kom að mennirnir höfðu ógnað hvor öðrum með hnífum og voru þeir báðir með minniháttar áverka en þeir voru ekki eftir hnífa heldur hnefa.

Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í bílskýli í Breiðholti. Þar hafði verið farið inn í bíla og munum stolið. Málið er í rannsókn.

Á þriðja tímanum í nótt lagði lögreglan hald á rafvopn, meint fíkniefni og hnífa á heimili í Hafnarfirði. Málið telst upplýst.

Einn var handtekinn um klukkan 23 vegna innbrots í söluturn í Garðabæ. Þar var lítilræði stolið.

Um klukkan fjögur var brotist inn á skemmtistað í Austurborginni. Einn er í haldi vegna málsins.

Einn var handtekinn á fjórða tímanum í nótt grunaður um að hafa unnið eignaspjöll á verslun í Skeifunni. Hann dvelur í fangageymslu.

Á tólfta tímanum var ökumaður handtekinn í Breiðholti eftir að hann ók á umferðarmannvirki og stakk af. Hann reyndist vera mjög ölvaður og dvelur nú í fangageymslu.

Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar var með lyfseðilsskyld lyf í fórum sínum, sem hann gat ekki gert greint fyrir, og hníf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“