Einn þeirra var handtekinn á Smiðjuvegi í Kópavogi á fimmta tímanum í nótt eftir að tilkynnt var um innbrot. Viðkomandi reyndist vera vopnaður og með meint fíkniefni í fórum sínum auk muna sem taldir eru vera þýfi. Talið er að viðkomandi hafi brotist inn í nokkrar bifreiðar á svæðinu áður en hann var handtekinn.
Um klukkan eitt í nót var tilkynnt um tvo aðila sem væru að beita hnífum gegn hvor öðrum í verslun í Miðborginni. Annar þeirra er nú í haldi lögreglunnar, þar sem ekki var hægt að ræða við hann vegna vímuástands hans, en hinn var látinn laus að skýrslutöku lokinni. Í ljós kom að mennirnir höfðu ógnað hvor öðrum með hnífum og voru þeir báðir með minniháttar áverka en þeir voru ekki eftir hnífa heldur hnefa.
Síðdegis í gær var tilkynnt um innbrot í bílskýli í Breiðholti. Þar hafði verið farið inn í bíla og munum stolið. Málið er í rannsókn.
Á þriðja tímanum í nótt lagði lögreglan hald á rafvopn, meint fíkniefni og hnífa á heimili í Hafnarfirði. Málið telst upplýst.
Einn var handtekinn um klukkan 23 vegna innbrots í söluturn í Garðabæ. Þar var lítilræði stolið.
Um klukkan fjögur var brotist inn á skemmtistað í Austurborginni. Einn er í haldi vegna málsins.
Einn var handtekinn á fjórða tímanum í nótt grunaður um að hafa unnið eignaspjöll á verslun í Skeifunni. Hann dvelur í fangageymslu.
Á tólfta tímanum var ökumaður handtekinn í Breiðholti eftir að hann ók á umferðarmannvirki og stakk af. Hann reyndist vera mjög ölvaður og dvelur nú í fangageymslu.
Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir grunaðir um að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og annar var með lyfseðilsskyld lyf í fórum sínum, sem hann gat ekki gert greint fyrir, og hníf.