Apple kynnti í dag nýjustu vörurnar sínar. Á meðal þess sem var að finna á kynningunni voru nýjar útgáfur af Apple úrunum vinsælu, ný kynslóð af AirPods Pro en einnig var nýjasti iPhone síminn kynntur – iPhone 14.
Óhætt er að segja að síminn virðist ekki vera mjög frábrugðinn forvera sínum í útliti. Innihaldið á þó að vera öðruvísi en í fyrri útgáfum, vinnsluminnið á að vera betra sem og myndavélarnar. Til að mynda eiga myndatökur í lélegri birtu að vera ennþá auðveldari með þessum nýja síma.
Þá eru tveir nýjir öryggiseiginleikar í iPhone 14 sem hafa ekki verið áður í símunum frá Apple. Í fyrsta lagi er það svokallað Crash Detection en síminn nær að nema það þegar þú lendir í bílsslysi.
Í öðru lagi verður nú hægt að senda út neyðarboð í gegnum gervihnetti á stöðum þar sem ekki er neitt símasamband. Þjónustan verður þó aðeins aðgengileg í Bandaríkjunum og í Kanada fyrst um sinn.
Síminn mun verða aðgengilegur síðar í mánuðinum en ekki er víst nákvæmlega hvenær hann kemur hingað til lands.
Hér fyrir neðan má sjá nýju iPhone-símana úr kynningunni í dag: