Þetta herma upplýsingar sem bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa aflað. The Guardian skýrir frá þessu og segir að ónafngreindur bandarískur embættismaður hafi sagt að sú staðreynd að Rússar snúi sér nú til Norður-Kóreu sýni að rússneski herinn eigi í vandræðum vegna alvarlegs birgðaskorts í Úkraínu. Þessi birgðaskortur sé að hluta til kominn vegna útflutningsbanns og efnahagslegra refsiaðgerða.
The New York Times segir að bandarískir leyniþjónustumenn telji hugsanleg að Rússar muni snúa sér til Norður-Kóreu aftur til að kaupa meiri búnað fyrir herinn.
Nýlega bárust fregnir af því að Rússar hefðu fengið íranska dróna til að nota í stríðinu í Úkraínu.
Norður-Kórea hefur reynt að styrkja böndin við Rússland en flest Evrópuríki og önnur vestræn ríki hafa snúið baki við Rússum.