fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Nýnasistar láta að sér kveða á Norðurlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 09:00

Einn miðanna. Mynd:Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa miðar, þar sem yfirburðum hins hvíta norræna manns er hampað, verið límdir upp á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Á þeim er einnig tekin afstaða gegn samkynhneigðum. Á sumum miðanna er græn ör en hún er merki samnorrænnar nýnasistahreyfingar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhanni Helga Heiðdal, sem starfar hjá Háskólanum á Akureyri, að honum hafi brugðið í brún við að sjá þessa miða með merki samnorrænnar nýnasistahreyfingar.

Fréttablaðið segist hafa upplýsingar um að miðar af þessu tagi hafi verið límdir upp í Reykjadal í Þingeyjarsveit og á Húsavík.

Á einum miðanum er vísað á heimasíðu Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Norðurvígi, en hún er vistuð í Svíþjóð.

Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í hatursglæpum, sagði í samtali við Fréttablaðið að engin spurning sé um að Norðurvígi sé hluti af samnorrænni nýnasistahreyfingu. „Þetta eru nýnasistar, það er engin spurning, þannig fjalla fræðin um þetta. Við erum að tala um forræðishyggju sem stendur vörð um hvíta kynstofninn, að hann byggi á menningarlegum arfi, sem stenst ekki skoðun,“ sagði hún.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“