fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Halldóra Mogensen: „Er þetta ekki viðurstyggileg framkoma?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. september 2022 15:29

Halldóra Mogensen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, flutti í dag erindi á ráðstefnu Matthildar – samtaka um skaðaminnkun, þar sem hún ræddi um stríðið gegn vímuefnum og kallaði eftir róttækum samfélagslegum og efnahagslegum breytingum til framtíðar. Halldóra sagði núverandi refsistefnu, sem refsar fólki fyrir vímuefnafíkn í stað þess að veita því nauðsynlega heilbrigðisaðstoð, vera viðurstyggilega framkomu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum.

Stríðið gegn vímuefnum og skaðleg refsistefna

Í erindi sínu fjallaði Halldóra um sögu stríðsins gegn vímuefnum og velti fyrir sér hvers vegna því væri haldið áfram þrátt fyrir að hafa engum árangri skilað: „Í skugga refsistefnunnar hefur neysla vímuefna aukist jafnt og þétt og vandamálum tengt neyslunni hefur fjölgað gríðarlega. Það ætti að vera öllum ljóst að núverandi stefna er í besta falli gagnslaus og í versta falli skaðleg,“ sagði Halldóra.

Ráðstefnan var haldin á vegum Matthildar, samtaka um skaðaminnkun, en samtökin hafa beitt sér gegn sömu refsistefnu og þeirri sem Halldóra gagnrýndi í erindi sínu.

„Samfélagið ætlar að „aðstoða“ vímuefnafíkla með því að gera þau að glæpamönnum, jaðarsetja þau, segja þeim að þau séu biluð. Þeim er meinaður aðgangur að því sem þau þurfa mest á að halda; kærleik, hlýju, skilning, – þau þarfnast hópsins síns en við útskúfum þau. Ef við hugsum um þetta, raunverulega veltum þessu fyrir okkur… er þetta ekki viðurstyggileg framkoma samfélagsins í garð manneskju sem óskar sér einskis meir en að lina þjáningar sínar?“

Rót vandans felst í grunnstoðum samfélagsins

Halldóra sagðist telja rót vandans leynast í grunnstoðum samfélagsins, í hugmyndunum sem við höfum um eðli mannverunnar: „Við höfum látið sannfærast um að besta mögulega samfélagsgerðin verði að grundvallast á samkeppni einstaklinga þar sem eins dauði er annars brauð, einn vinnur og annar tapar. Við erum í raun ekki samfélag, samkvæmt þessu, heldur hópur einstaklinga – og við berum aðeins ábyrgð á sjálfum okkur.“

Þessi hugmynd um mannlegt eðli á sér ekki stoð í raunveruleikanum, sagði Halldóra: „Við erum hópdýr. Við lifðum af og þróuðumst sem hópur; við gátum drepið stærri bráð saman, við vorum öruggari saman. En aldrei í sögunni höfum við verið jafn sundruð og ótengd því sem veitir okkur öryggi, tilgang og von eins og í nútímasamfélagi. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að mörgum líði illa.“

Róttækra breytinga er þörf

Lausnin á vandamálinu verður að vera róttæk, sagði Halldóra. „Við þurfum hætta að láta öll ríkisfjármálin snúast um að keyra upp hagvöxtinn, hámarka neyslu og framleiða meira óháð áhrifunum sem það hefur á umhverfið og líf fólks.

Í staðinn ættum við að horfa til fleiri þátta: er auðvelt að eignast húsnæði? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Sofum við nóg? Höfum við tíma og getu til að mynda heilbrigð og djúp tengsl? Upplifum við tilgang? Erum við í tengslum við náttúruna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“