Guðrún Inga Guðbrandsdóttir, úrsmiður, hlaut nýverið hin virtu silfurverðlaun Gullsmíðafélags Danmerkur fyrir framúrskarandi árangur úrsmíðanema á sveinsprófi með hæstu mögulegu einkunn.
Verðlaunin voru afhent á skartgripamessunni New Nordic Jewellery & Watch Copenhagen í Øksnehallen í Kaupmannahöfn þann 28. ágúst.
Guðrún Inga hóf nám í úrsmíði hjá Frank Michelsen úrsmíðameistara og fór síðar í danska úrsmíðaskólanum þar sem hún lauk svo námi með 12 í meðaleinkunn sem er hæsta mögulega einkunn sem hægt er að fá. Guðrún starfar í dag sem úrsmiður hjá Michelsen úrsmiðum sem reka elstu úrsmíðavinnustofu landsins og eru þar að auki eini vottaði Rolex þjónustuaðilinn hér á landi.