fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fréttir

Fundu skjöl um kjarnorkuvopn erlends ríkis heima hjá Trump

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 05:49

Mar-a-Lago er heimili Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal þeirra skjala sem fundust heima hjá Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta, í Mar-a-Lago í Flórída voru leyniskjöl um kjarnorkuvopn annars ríkis. Þessi skjöl eru með svo háa leyndarflokkun að sumir af þjóðaröryggisráðgjöfum Joe Biden, forseta, hafa ekki heimild til að lesa þau.

Washington Post skýrði frá þessu í gærkvöldi. Ekki kemur fram hvaða kjarnorkuveldi eigi í hlut en skjölin eru sögð lýsa hernaðarlegum vörnum landsins.

Ekki hefur verið skýrt opinberlega frá innihaldi rúmlega 11.000 skjala og ljósmynda sem alríkislögreglan FBI lagði hald á heima hjá Trump í síðasta mánuði en fyrri fréttir Washington Post hafa bent til að leit FBI hafi meðal annars beinst að skjölum um kjarnorkuvopn.

Blaðið segir að meðal skjalanna sem fundust hjá Trump séu skjöl sem þarf sérstaka heimild til að lesa og er hún aðeins veitt ef talið er nauðsynlegt að viðkomandi fái vitneskju um það sem stendur í þeim. Ekki dugir að hafa hæstu mögulegu aðgangsheimild að leyniskjölum til að fá að sjá þessi skjöl, það þarf sérstaka viðbótarheimild til þess. Segir blaðið að sumir af æðstu þjóðaröryggisráðgjöfum Joe Biden hafi ekki haft heimild til að sjá sum af þessum skjölum.

Dómsmálaráðuneytið rannsakar nú mál Trump sem tók leynileg skjöl með sér í óleyfi úr Hvíta húsinu og geymdi þau í Mar-a-Lago.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“

Íslendingar lýsa því hvernig þeir komust inn á húsnæðismarkaðinn – „Ég á ekki von á að þau vilji neitt til baka“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Í gær

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina

Unglingspiltur ákærður fyrir að eitra fyrir 77 ára móður sinni – Setti klór í mjólkina
Fréttir
Í gær

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“

Höfðu loksins hendur í hári trjáaraðmorðingjans – „Allir vildu vita hver gerði þetta og hvers vegna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert

Ofurhugi ætlar að synda hringinn í kringum Ísland – Ekki það erfiðasta sem hann hefur gert
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“

Nágrannar græna gímaldsins vonsviknir með nýja meirihluta – „Við höfum ekki heyrt eitt einasta bofs“