fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Veiðimaður rak stöngina í háspennulínu við Eystri Rangá og brenndist illa

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. september 2022 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veiðimaður varð fyrir miklum bruna í morgun eftir að hann rak veiðistöng sína í háspennulínu sem liggur yfir Eystri Rangá til móts við bæinn Minna-Hof.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru kallaðir til laust fyrir 10:30 í morgun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Hvolsvelli vegna málsins í morgun. Í tilkynningu lögreglu segir að veiðimaðurinn hafi orðið fyrir miklum bruna á fótum og kvið eftir að hafa fengið í gegnum sig háspennu.

„Mjög löng veiðistöng mannsins mun hafa rekist upp í háspennulínu sem liggur yfir Eystri-Rangá móts við bæinn Minna-Hof og þannig leitt spennu niður stöngina og í gegnum manninn. Hann var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Frekari upplýsingar um líðan mannsins liggja ekki fyrir. 

Maðurinn sem um ræðir er á sextugsaldri, erlendur ríkisborgari í veiðiferð hér á landi. 

Vettvangsvinnu er enn ólokið en rannsóknardeild Lögreglunnar á Suðurlandi vinnur að rannsókn málsins.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“
Fréttir
Í gær

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt