fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Steinbergur gagnrýnir „einhliða“ fréttaflutning – Telur að með ráðum sé verið að varpa rýrð á orstír forstöðukonu Dyngjunnar

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 6. september 2022 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Steinbergur Finnbogason lögmaður fyrrverandi forstöðukonu Dyngjunnar, gagnrýnir „einhliða frétt „Vísis í morgun um málefni áfangaheimilisins og sér hann sér ekki annað fært en að koma því á framfæri að forstöðukonan fyrrverandi hafi nú stefnt Dyngjunni og stjórnarformanni áfangaheimilisins vegna vangoldinna launa, áunnins orlofs og 1,5 milljónir króna miskabóta fyrir „tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi“.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Vísir birti í morgun frétt með fyrirsögninni „Forstöðukona Dyngjunnar sökuð um að maka krókinn við innkaup fyrir heimilið“ og í fréttinni kom fram að forstöðukonan fyrrverandi sé sökuð um að hafa farið frjálslega með úttektarheimildir sínar fyrir hönd heimilisins og notað reikninga Dyngjunnar til að fjármagna eigin einkaneyslu.

Vísir sagðist hafa heimildir fyrir því að í undirbúningi væri kæra á hendur konunni með kröfum vel á sjöttu milljón. Meðal annars sé talið að konan hafi verslað spjaldtölvu og símtæki á reikning áfangaheimilisins en hvorugt tækið hafi skilað sér inn til Dyngjunnar.

Lögmaður Dyngjunnar hafi staðfest við Vísi að mál væri í undirbúningi.

Steinbergur segir þennan fréttaflutning einhliða og ónákvæman. Rétt sé að eftir tæplega 10 ár í starfi hafi verið komið að aldurstengdum starfslokum forstöðukonunnar. Hafi hún átt inni laun sem hún hafi oft fresta að taka út að fullu til að koma til móts við viðvarandi lausafjárvanda heimilisins og hafi verið ljóst að við starfslok hennar hafi hún átt inni rúmlega sjö milljónir króna. Steinbergur telur að stjórn heimilisins hafi ákveðið að skapa sér betri samningsstöðu með því að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar. Til staðar sé nákvæmt bókhald sem ætti að hrekja allar þessar ásakanir.

„Einhliða frétt Vísis í morgun af málefnum áfangaheimilisins Dyngjunnar, og endurflutningur hennar í hádegisútvarpi Bylgjunnar án tilraunar til þess að kanna málið betur, var ónákvæm svo ekki sé fastar að orði komist. Til þess að hún verði ekki birt víðar án frekari skoðunar sé ég mig knúinn til þess, sem lögmaður fyrrverandi forstöðukonu , að koma eftirgreindu á framfæri fréttastjórum til upplýsingar:

Eftir tæplega tíu ára farsælt starf fyrir Dyngjuna var komið að aldurstengdum starfslokum skjólstæðings míns sem forstöðukonu. Hún hafði í gegnum árin oftsinnis frestað því að taka út laun sín að fullu eða að nýta orlofsréttindi sín til þess að koma til móts við hinn viðvarandi lausafjárvanda heimilisins. Við hin fyrirhuguðu starfslok blasti sú staða við að heimilið skuldaði skjólstæðingi mínum ríflega sjö milljónir króna.

Ég tel stjórn heimilisins hafa staðið frammi fyrir þeim vanda að gjaldhæfi þess leyfði ekki slíkt uppgjör. Samkomulag yrði að nást um mun lægri uppgjörsupphæð ef takast ætti að forða heimilinu frá gjaldþroti. Liður í að skapa stjórninni samningsstöðu hafi verið að sá frækornum efasemda um heiðarleika forstöðukonunnar. Öllum ávirðingum um misnotkun á aðstöðu eða notkun debetkorts heimilisins hefur verið svarað af mikilli nákvæmni. Hvert einasta atriði ásakana eða efasemda hefur verið rakið og hrakið fyrir tilstilli afar nákvæms bókhalds, í raun fyrirmyndar heimilisbókhalds, þar sem meira að segja kassakvittunum úr matvöruverslunum og bakaríium hefur verið haldið til haga alla tíð.

Fyrir hönd umbjóðanda míns lagði ég sl. föstudag fram stefnu á hendur Dyngjunni og stjórnarformanni heimilisins þar sem krafist er vangoldinna launa og áunnins orlofs auk  einnar og hálfrar milljónar króna miskabóta fyrir tilhæfulausar ávirðingar um misferli í starfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“

Jóhannes Þór varar stjórnvöld við: „Algjörlega fáránleg hugmynd“
Fréttir
Í gær

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot

Allsherjar uppnám á nefndarfundi í borginni – Ásakanir um geðþóttavald og lögbrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“

Haukur ákærður fyrir manndrápstilraun gegn leigubílstjóra sem braut á ungri stúlku – „Þarna eru lögreglumenn að ljúga upp á borgara“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt