Sky News hefur eftir heimildarmönnum að það hafi færst í vöxt að íbúar borgarinnar reyni að flýja þaðan og er það rakið til sóknar úkraínska hersins í héraðinu en hann stefnir að því að ná borginni á sitt vald. Rússar náðu henni á sitt vald á fyrstu dögum stríðsins. Þetta er eina stóra borgin sem þeir hafa náð að leggja undir sig.
Eina leiðin frá borginni í ökutæki er með ferju yfir ána Dnipro. Ástæðan er að úkraínski herinn hefur sprengt allar brýr yfir ána til að loka birgðaflutningaleiðum Rússa.
Í tilkynningu frá úkraínska hernum í gær var gefið til kynna að ferjuleiðin sé nú lokuð. Segir að Rússar hafa bannað almennum borgurum að yfirgefa borgina í kjölfar harðra sprengjuárása úkraínska hersins og hóti að skjóta þá sem reyna að komast á brott.
Sjálfboðaliðar hafa aðstoðað konur, börn og gamalt fólk við að flýja frá borginni.