Klukkan eitt í nótt var tilkynnt um að bifreið hefði verið ekið yfir hringtorg á sunnanverðu varðsvæði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og að ökumaður hennar hefði síðan farið inn í verslun. Á leið á vettvang mættu lögreglumenn bifreiðinni og stöðvuðu akstur ökumanns. Hann var handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis og um eignaspjöll.
Tæpri klukkustund síðar var annar ökumaður handtekinn, grunaður um að vera undir áhrifum áfengis. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.