Árásirnar áttu sér stað á 13 stöðum. Lögreglan óttast að fórnarlömbin séu fleiri en fyrir liggur á þessari stundu. Hún hvetur almenning til að fara varlega og alls ekki taka puttaferðalanga upp í bíla sína.
Norska ríkisútvarpið segir að heilbrigðiskerfið starfi nú á neyðarstigi vegna fjölda særðra og hafi starfsfólk verið kallað úr fríum.
Lögreglan leitar að Damien Sanderson og Myles Sanderson vegna málsins og beinist leitin að þremur héruðum. Telur lögreglan að þeir hafi hugsanlega ætlað sér að ráðast á sum af fórnarlömbunum en önnur hafi orðið fyrir barðinu á þeim fyrir tilviljun.
Árásirnar áttu sér stað í James Smith Cree Nation og bænum Weldon, sem er norðaustan við Saskatoon, en þetta eru svæði kanadískra frumbyggja. Leitin nær einnig til Manitoba og Alberta.
Mennirnir eru taldir vopnaðir og hættulegir.
Justin Trudeau, forsætisráðherra, sagði árásirnar vera hryllingsverk og nísta í hjartastað. Hann hvatti almenning til að fylgjast með tilkynningum frá yfirvöldum.