fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Hamas tók fimm Palestínumenn af lífi á Gasa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. september 2022 05:50

Frá Gasa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hamas samtökin, sem ráða lögum og lofum á Gasa, tóku fimm Palestínumenn af lífi í gær. Tveir þeirra eru sagðir hafa verið samverkamenn Ísraela.

„Á sunnudagsmorgun voru tveir teknir af lífi, sem voru dæmdir fyrir að starfa með hersetuliðinu, og þrír til viðbótar sem voru dæmdir fyrir glæpi,“ segir í fréttatilkynningu frá Hamas.

Þremenningarnir, sem voru dæmdir fyrir glæpi, eru sagðir hafa framið morð.

Hinir tveir, annar á fimmtugsaldri og hinn á sextugsaldri, eru sagðir hafa starfað með Ísraelsmönnum. Sá eldri er sagður hafa veitt Ísraelsmönnum upplýsingar um meðlimi Hamas og staðsetningu eldflaugaskotpalla. Þetta á hann að hafa gert 1991. Hinn er sagður hafa veitt ísraelsku leyniþjónustunni upplýsingar sem leiddur til þess að íbúar á Gasa dóu „píslarvættisdauða“ 2001. Mennirnir voru báðir meðlimir palestínskra öryggissveita. Þeir voru skotnir en hinir þrír voru hengdir.

Hamas eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af Bandaríkjunum, ESB og Ísrael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“

Sólveig Anna óttast ekki Sigurð G. og SVEIT – „Bring it on“
Fréttir
Í gær

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp

Þessi matvæli eiga alls ekki að geymast í ísskáp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“

Baldvin rak 99 starfsmenn sem skrópuðu á morgunfund – „Snáfið út úr fyrirtækinu mínu undir eins“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“