Íslenskur tippari hafði heldur betur heppnina með sér, en hann er nú 13 milljónum ríkari eftir að hafa giskað rétt á alla 13 leikina á Enska getraunaseðlinum í gær. Hann er einn 13 tippara sem voru með alla rétta, en hinir 12 koma frá Svíþjóð.
Fékk tipparinn heppni 13 milljónir í sinn hlut. Tipparinn var með 5 raðir með 12 réttum, 37 raðir með 11 réttum og 186 raðir með 10 réttum og fær þá 1 milljón til viðbótar í aukavinning eða samtals 14 milljónir.
Í tilkynningu frá Íslenskri getpá segir:
„Tipparinn styður við bakið á Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík (ÍFR), en það var einmitt stuðningsmaður ÍFR sem fékk 13 rétta á síðasta Miðvikudagsseðil. Þess má geta að getraunanúmer ÍFR er 121 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.“