fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Trump hefur ítrekað kallað eftir þungum refsingum fyrir meðferð pólitískra andstæðinga á opinberum skjölum og gögnum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 3. september 2022 17:01

Trump tjáði sig að sjálfsögðu um þetta .Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað kallað eftir því að pólitískir andstæðingar verði látnir sæta ábyrgð og dæmdir í fangelsi fyrir að brjót lög varðandi meðferð opinberra skjala. Ummælin þykkja athyglisverð vegna þeirrar hatrömmu viðbragða hjá Trump og stuðningsmönnum hans í kjölfar húsleitar bandarísku alríkislögreglunnar á lúxusheimili hans í Mar-a-Lago í Flórída þar sem hald var lagt á fjölmörg opinber skjöl sem talið er að forsetinn fyrrverandi hafi átt að skilja eftir í Hvíta húsinu þegar hann lét af störfum.

Þetta kemur fram í umfjöllun CNN en þar var farið yfir feril Trump og rifjuð upp ummæli hans í ræðum, á samfélagsmiðlum og í  fjölmiðlum hin síðari ár.

„Varðandi pólitíska spillingu þá verðum við að endurreisa heiður stjórnvalda. Í minni ríkistjórn þá munum við fylgja eftir öllum lögum til að vernda trúnaðarskjöl. Engin er yfir lögin hafin,“ sagði Trump í ágúst2016. Mánuði síðar sagði bætti hann við: „Eitt það fyrsta sem við verðum að gera er að tryggja allar flokkunarreglur og fylgja eftir lögum varðandi meðhöndlun opinberra skjala.“

Ummælin voru yfirleitt látin falla í tengslum við storminn varðandi tölvupóstahneyksli Hillary Clinton sem í stuttum máli gekk út á það að í tíð hennar sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna, 2009 til 2013, hafi hún ekki notað öruggt tölvupóstfang sem skráð var á vefsvæði bandarísku ríkisstjórnarinnar heldur sitt eigið póstfang sem hýst var á einkavefþjóni. Clinton slapp við að verða ákærð vegna málsins en andstæðingar hennar, þar á meðal Trump, hömruðu á málinu í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 og hafði það eflaust mikil áhrif á niðurstöðu kosninganna.

Trump sagði meðal annars ítrekað að tölvupóstahneykslið gerði Clinton óhæfa til að gegna opinberum embættum.

Þá hefur Trump í gegnum tíðina kallað eftir að andstæðingar hans eins og James Comey, fyrrverandi yfirmaður FBI, og þjóðaröryggisráðgjafarnir Michael Flynn og John Bolton, verði ákærðir fyrir meinta leka á trúnaðargögnum.

Nánar er fjallað um málið á vef CNN

Í húsleitinni, sem FBI framkvæmdi á heimili Trump þann 8. ágúst síðastliðinn, var lagt hald á talsvert magn af leynilegum skjölum sem með réttu áttu að vera í öruggri geymslu bandaríska Þjóðskjalasafnsins. Trump og hans fólk virðist hafa meðhöndlað þessi leynilegu gögn á ólöglegan hátt og bendir ýmislegt til þess að Trump sjálfur og samstarfsmenn hans geti verið í miklum vandræðum vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“

Hilmar undrast áhyggjur af stöðu Íslands – „Við erum í sæmilegum málum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru

Meintir byggjendur óleyfisíbúðar í Hafnarfirði fá uppreist æru
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“

Kristinn Rúnar fékk loksins greiningu eftir sjö ára þrautagöngu – „Líkaminn var bókstaflega að öskra á hjálp“