fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

Óvenjulegur fundur í hrauninu við Fagradalsfjall – „Gat ekki útilokað að um gull væri að ræða“

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 3. september 2022 11:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dr. Evgenia Ilyinskaya, eldfjallafræðingur,  hefur síðustu tvö sumur unnið við rannsóknir á eldsumbrotunum á Reykjanesi ásamt hópi sérfræðinga. Hún hefur meðal annars safnað sýnum af gasi og svifryki við gosstöðvarnar og greint málma og snefilefni. Á dögunum átti hún leið upp að gosstöðvunum og var stödd við hraunjaðarinn þegar eitthvað glitrandi fangaði auga hennar.  Um var að ræða stóra gyllta útfellingu en Evgenia tók hraunmolann, sem er um 3×3 sentímetrar þvermál, með sér til frekari greiningar.

„Mér fannst þetta aðallega skemmtilegt og ímyndaði mér ekki þá að þetta gæti verið eitthvað óvenjulegt,“ segir Evgenia í samtali við DV. Hún starfar sem dósent í fræðigreininni við háskóla í Leeds og segist hún hafa farið að veita fundinum meira áhuga þegar í ljós kom að samstarfsfólk hennar hafði aldrei heyrt af né séð slíkt áður.

Steindasérfræðingur gat ekki útilokað að um gull væri að ræða Mynd/Evgenia Ilyinskaya

Á dögunum fékk Evgenia síðan steindafræðing til að skoða hraunmolann en sá er meðal annars sérfræðingur í gulli. „Hann gat útilokað ýmislegt, eins og til dæmis að um einhverskonar málningu væri að ræða. Þetta er einhverskonar málmur og hann gat greint að litlar æðar ná inn í bergið sem málning gæti ekki valdið. Hann gat ekki útilokað að um gull væri að ræða,“ segir Evgenia.

Hún segir að næst á dagskrá sé að skoða sýnið í öreindasmásjá sem ætti að geta greint frumefnið og staðfest um hvað sé að ræða. „Það er talsverð bið í það tæki en fólki finnst þetta svo athyglisvert að það er aldrei að vita nema að við fáum einhvern forgang,“ segir Evgenia.

Evgenia Ilyinskaya

Hún birti færslu um fundinn á Twitter-síðu sinni en þar auglýsti hún meðal annars eftir áliti annarra sérfræðinga um hvort að svona nokkuð hafi fundist annarsstaðar í heiminum. „Ég hef að minnsta kosti aldrei heyrt af slíku,“ segir Evgenia.

Hún útskýrir fyrir blaðamanni að eldgos séu eins og einskonar endurvinnslustöð jarðarinnar. Þar er nánast að finna öll frumefni, þar á meðal verðmæta mála eins og gull og silfur. „Þeir eru hins vegar í svo litlu magni að það er yfirleitt aðeins hægt að greina þá í öreindasmásjá,“ segir Evgenia. Það væri því afar athyglisvert, svo vægt sé til orða tekið, ef að gull hefði safnast saman í svo miklum mæli. „Ég á síður von á því að þetta sé gull. Líklega er þetta einhverskonar óvenjuleg útfelling sem er þó örugglega athyglisverð fyrir okkur vísindamennina, „segir Evgenia.

„Gullmolinn“ og til samanburðar hefðbundin brennisteinsútfelling. Mynd/Evgenia Ilyinskaya

Áðurnefnd Twitter-færsla hennar hefur vakið talsverða athygli og þar er meðal annars grínast með ýmsar kenningar. Að mögulega hafi einhver ósáttur elskandi hent hring sínum í brennandi hraunið nú eða að um bræddar gulltennur sé að ræða sem gegni lykilhlutverki í óleystu sakamáli. Hver niðurstaðan verður kemur í ljós á næstu vikum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft

Inga segir eiganda Lumex ljúga – Ítrekað hindrað aðgengi fatlaðra og rifið kjaft
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi

Listinn lengist – Þessir háttsettu Rússar hafa verið myrtir í Rússlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár

Boða leiðindaveður yfir jólahátíðina – Gul jól í ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“

Lektor bendir á yfirgengilega framkomu fyrirtækjaeiganda í Skipholti – „Hún er því miður að gera þetta af einhvers konar illgirni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári

Pútín gæti staðið frammi fyrir alvarlegum vanda á næsta ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð

Allt brjálaðist hjá dularfullri rússneskri útvarpsstöð
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug

Sakamál ársins I: Æði rann á fjölskylduföður, Interpol lýsti eftir Pétri, stórþjófar í Hamraborg og barnaníðingur í Dalslaug
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands