fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Stytting vinnuvikunnar kallar á fleiri lögreglumenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 08:00

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna styttingar vinnuvikunnar þarf að ráða allt að 75 nýja lögreglumenn. Mikill kostnaður og röskun fylgdi styttingu vinnuvikunnar og þarf sérstakt átak til að brúa bilið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Gunnari Herði Garðarssyni, samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra, að að í heildina þurfi 50 til 75 nýja lögreglumenn og að niðurstaðan velti svolítið á breytingum á vaktakerfum.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði að styttingin kalli á mikla endurskipulagningu. „Breytingin eykur þörf á fleiri menntuðum lögreglumönnum. Það á að vera okkar aðalkeppikefli að fjölga menntuðum lögreglumönnum sem mest. Við höfum náð að bregðast við í bili en það þarf augljóslega að bæta enn frekar í,“ sagði hún.

Meðal afleiðinga af styttingu vinnuvikunnar er að ófaglærðir standa nú fleiri vaktir en áður og á það ekki síst við um helgar. Er hlutfall ófaglærðra hærra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu að sögn embættis ríkislögreglustjóra.

Í haust var lögreglunemum fjölgað úr 40 í 80 en það dugir ekki til að sögn ríkislögreglustjóra.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“
Fréttir
Í gær

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater

Líkfundur á Tenerife í tengslum við leitina að Jay Slater
Fréttir
Í gær

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman

Dómur kveðinn upp yfir Kourani – Hefur brotið af sér og ofsótt fólk árum saman
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt

Guðrún ætlar ekki að flytja inn í Biskupsgarð – Agnes flytur út og glæsihýsið verður selt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana

Drama í ófullgerðu fjöleignarhúsi – Ósátt við nýju veggina og neituðu að færa bílana