fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Stytting vinnuvikunnar kallar á fleiri lögreglumenn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. september 2022 08:00

Lögreglumaður við störf.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna styttingar vinnuvikunnar þarf að ráða allt að 75 nýja lögreglumenn. Mikill kostnaður og röskun fylgdi styttingu vinnuvikunnar og þarf sérstakt átak til að brúa bilið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Gunnari Herði Garðarssyni, samskiptastjóra hjá ríkislögreglustjóra, að að í heildina þurfi 50 til 75 nýja lögreglumenn og að niðurstaðan velti svolítið á breytingum á vaktakerfum.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, sagði að styttingin kalli á mikla endurskipulagningu. „Breytingin eykur þörf á fleiri menntuðum lögreglumönnum. Það á að vera okkar aðalkeppikefli að fjölga menntuðum lögreglumönnum sem mest. Við höfum náð að bregðast við í bili en það þarf augljóslega að bæta enn frekar í,“ sagði hún.

Meðal afleiðinga af styttingu vinnuvikunnar er að ófaglærðir standa nú fleiri vaktir en áður og á það ekki síst við um helgar. Er hlutfall ófaglærðra hærra úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu að sögn embættis ríkislögreglustjóra.

Í haust var lögreglunemum fjölgað úr 40 í 80 en það dugir ekki til að sögn ríkislögreglustjóra.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið

Sakaði frænda stjúpmóður sinnar um áreitni á veitingastað í Garðabæ – Hönd fór yfir rasssvæðið
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“

Sólveig Anna segir sig úr Sósíalistaflokknum eftir svívirðingar – „Langt síðan ég hef séð svona mikið hatur á mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni

Hótaði að láta nauðga lögreglumanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili

Óhugnaður í Reykjanesbæ – Þrír menn ruddust inn á heimili