fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Arnar Þór: Rétttrúnaðurinn er eins og kirkja án guðs og fyrirgefningar

Fókus
Fimmtudaginn 1. september 2022 11:58

Sölvi Tryggvason ræðir við Arnar Þór Jónsson í nýjasta þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Arnar segir mjög mikilvægt að vera vakandi yfir því að dómstólar og löggjafinn sveiflist ekki eins og lauf í vindi eftir tíðaranda hverju sinni:

,,Við verðum að horfast í augu við það að dómarar eru bara fólk og þess vegna eru þeir oft ekki óháðir tíðaranda. Fólk af holdi og blóði er bara mannlegt og við getum ekki horft á hæstaréttardómara sem einhverja sem eru alltaf óháðir öllu. Þess vegna þurfum við alltaf að vera á varðbergi, af því að oft sér fólk ekki fyrr en eftir á að eitthvað var bara ekki í lagi af því að ákveðinn tíðarandi var í gangi á tilteknum tíma. Réttarríkið er einn af hornsteinum lýðræðis okkar og við verðum að verja það með öllum ráðum. Í alræðisríkjum er ekkert rými, ríkið mætir bara inn að dyrum hjá þér án þess að spyrja. Að sama skapi er þetta alveg í hina áttina í ríkjum sem eru stjórnlaus, þar er ekkert vald sem hefur hemil á einu né neinu. Við erum alltaf að reyna að finna rétta milliveginn þarna á milli.”

Arnar segist vera frjálslyndur maður og að honum hugnist ekki það stjórnlyndi sem margir boða og vill meina að fólk hafi oft ekki hugsað það til enda:

,,Þeir sem eru stjórnlyndir í grunninn eru gjarnan á þeim stað að vilja hafa vit fyrir öðru fólki. Og ef það hentar þeirra málstað þá finnst þeim ekkert athugavert við að beita valdi ríkisins í þeim tilgangi að hafa vit fyrir öðrum. En þá áttar þetta fólk sig ekki á því að einn daginn gæti vald ríkisins snúist gegn þér. Þess vegna er gott að hafa það í huga þegar maður setur reglur að einn daginn gætu þessar sömu reglur verið notaðar af þeim sem maður er ósammála. Við gleymum því oft að mannkynssagan er uppfull af fasisma og óhóflegri valdbeitingu ríkja yfir þegnunum.”

Hann segir að rétttrúnaðurinn sem ráði ríkjum á Vesturlöndum í dag sé á ákveðinn hátt algjörlega sambærilegur kirkjunni í gamla daga, nema búið sé að taka út það besta:

,,Við stöndum frammi fyrir þeim veruleika á Vesturlöndum í dag að vera gegnsýrð af kristnum siðaboðskap, sem væri kannski allt í góðu eitt og sér. En það er bara eitt vandamál. Það er búið að taka guð, fyrirgefninguna og alla mildi og náð út. Í rétttrúnaðarkirkju samtímans erum við með sömu hluti og hafa fylgt kirkjunni í gegnum tíðina. Við erum með kredduna, æðstu prestana, rannsóknarrétt, ákæruvald, dóma og fólk er meira að segja pínt til að setja í skriftarstólinn og iðrast. Semsagt öll stofnanaumgjörðin er til staðar, en sálin er horfin, af því að það vantar guð, mildi og fyrirgefningu. Við verðum að spyrja okkur hvort þetta sé það sem við raunverulega viljum.”

Hægt er að nálgast viðtalið við Arnar Þór og öll viðtöl og podcöst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband