fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fréttir

Varahéraðsstjórinn í Kherson er flúinn undan sókn Úkraínumanna – Sókn sem hann segir vonlausa

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 06:59

Skjáskot af myndböndum héraðsstjórans. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kirill Stemousov, sem er varahéraðsstjóri í Kherson, er flúinn undan sókn Úkraínumanna í héraðinu. Það hlýtur að teljast athyglisvert í ljósi þess að hann segir sóknina vonlausa. Stemousov er leppur Rússa því hann var settur í embættið af rússneska innrásarliðinu. Hann er Úkraínumaður en telst til aðskilnaðarsinna sem vilja að Úkraína lúti rússneskum yfirráðum.

Hann er mjög virkur á samfélagsmiðlinum Telegram þessa dagana og birtir margar færslur daglega þar sem hann segir hversu illa sókn Úkraínumanna gangi. „Zelenskyy verður fljótlega, eins og Hitler, rifinn út og tættur í sundur af „vopnabræðrum“ sínum og félögum. Allt verður gott og allt verður Rússland,“ skrifaði hann í einni færslu.

En leppar Rússar eru greinilega farnir að vinna fjarvinnu því hann virðist hafa gleymt sér þegar hann birti myndbönd á Telegram. Í bakgrunni þeirra má sjá að hann hefur yfirgefið Kherson og dvelur nú á lúxushóteli í rússnesku borginni Voronezh sem er um 700 km frá Kherson. Hefur héraðsstjórinn hugrakki því líklega talið best að forða sér undan vonlausri sókn Úkraínumanna og vera í öryggi á lúxushóteli í Rússlandi.

Það var úkraínski aðgerðasinninn Sehii Sterenki sem fyrstur áttaði sig á mistökum Stemousov á myndböndum hans og í kjölfarið fylgdu fleiri aðilar sem fóru að rýna í myndböndin. BBC bættist síðan í hópinn og telja sérfræðingar miðilsins sig geta staðsett Stemousov út frá þeim byggingum sem sjást fyrir aftan hann á upptökunum og á innréttingunni á hótelherberginu.

„Þakkir til varnarmálaráðuneytis Rússlands og persónulegar þakkir til Vladímír Pútíns fyrir réttláta og bjarta framtíð okkar sem er óumflýjanleg. Allt verður gott og allt verður Rússland,“ segir Stemousov í nýjasta myndbandi sínu með turnana á hinni frægu dómkirkju í Voronezh í bakgrunni.

Ekki er vitað hversu lengi hann hefur verið í Voronezh eða af hverju en fjarvera hans frá Kherson kemur upp á sama tíma og löngu boðuð gagnsókn Úkraínumanna hófst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump

J.D. Vance verður varaforsetaefni Donald Trump
Fréttir
Í gær

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni

Pálmi Þór lést af slysförum á Spáni
Fréttir
Í gær

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“

Fjárfestar hafa sölsað undir sig tæplega 90% seldra íbúða á árinu – „Þetta er ógeðslegt þjóðfélag, þetta er allt ógeðslegt“
Fréttir
Í gær

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“

Pawel sakar stjórnvöld um aumingjaskap – „Hvernig væri að kalla stjórnendur þessa miðils í skýrslutöku“