fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
Fréttir

Myndir: Þjálfa sig í Stefánshelli fyrir hýbýlahönnun á tunglinu og Mars

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 17:21

Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknarhópur Chill-ICE á vegum ICEE Space (áður EuroMoonMars) hefur nú lokið geimfaraþjálfun í Stefánshelli í samstarfi við Space Iceland.

Verk­efnið er hluti af hí­býla­hönnun fyrir tunglið og Mars en Ís­land þykir heppilegur staður fyrir til­raunina því hér er að finna helli sem á að svipa til þeirra sem eru á tunglinu.

Vegna hættu á að verða fyrir loft­steinum og vegna mikillar geislunar er ekki talið ráðlegt að vera á yfir­borði tunglsins í lengri tíma, því gætu hellar á tunglinu og Mars verið á­kjósan­legri fyrir hí­býli og rann­sóknar­stöðvar.

Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.

Þetta er í þriðja sinn sem hópurinn kemur hingað til lands í samstarfi við Space Iceland en árið 2020 kom hópurinn til Íslands í forathugun og fyrsta stig rannsókna fór fram í fyrra sumar.

CHILL-ICE II sem fór fram nú í ágúst er ítarlegri rannsókn en í fyrra þar sem gerð er tilraun til að þjálfa lengri veru á tunglinu eða Mars þar sem geimfararnir gera meira en aðeins að lifa af. Chill-ICE I, sem fór fram 2021, var þannig herming á fyrstu klukkustundum og dögum geimfara en CHILL-ICE II skoðar dagana og vikurnar eftir að híbýli er risið og geimfararnir þurfa að sinna sínum daglegu störfum.

Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.

Hópurinn samanstendur af rannsakendum frá Hollandi, Póllandi, Bretlandi, Indlandi, Ítalú, Ástralíu, Bandaríkjunum og Spáni. Bakvið CHILL-ICE verkefnið er fyrirtækið ICEE SPACE, frumkvöðlafyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknun, þróun og tilraunum fyrir áframhaldandi könnun mannkyns á geimnum.

Aðkoma Space Iceland er fyrst og fremst stuðningur og ráðgjöf líkt og stendur öllum vísindahópum, fyrirtækjum og stofnunum með tengsl við vaxandi geimiðnað til boða.

Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.

„Space Iceland óskar ICEE SPACE til hamingju með velheppnaðan rannsóknarleiðangur til Íslands. Það er, eins og alltaf, mikill heiður fyrir Space Iceland að koma að verkefnum sem þessum. Space Iceland var stofnað með þann eina tilgang að ýta undir þátttöku Íslands í geimvísindum og auka tæknitilfærslu geimvísinda- og tækni hér á landi. CHILL-ICE hefur vakið athygli um allan heim. Þar á meðal á Lunar and Planetary Science Conference 2021,“ sagði Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Space Iceland í tilefni þjálfunarinnar.

Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Frá rannsóknarleiðangri CHILL-ICE II 2022 í ágúst. Mynd: Hope Byrd.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“

„Þetta er eiginlega fáránlegt kl. 23 þann 11. nóvember!“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins

Guðni segir Framsókn oftast hafa reynst þjóðinni best – Hefur mikla trú á nýjum liðsmanni flokksins