fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Hvetja íbúa Voga til að fjölga sér – Fá ekki afslátt af getnaðarvörnum

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 14:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Septembermánuður er Ástarmánuður Þróttar í Vogum og íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til að fagna ástinni í þeirri von að hún beri ávöxt á vormánuðum.

Þrátt fyrir öra fjölgun íbúa í Sveitarfélaginu Vogum á undanförnum árum hefur börnum þess fækkað og bitnar það á íþróttastarfi í sveitarfélaginu. Til að sporna við þessari þróun hefur Ungmennafélagið Þróttur útnefnt september Ástarmánuð Þróttar og hvetur íbúa til að leggja sérstaka áherslu á að njóta ásta(rinnar) í þeim mánuði.

„Við finnum heldur betur fyrir þessari fækkun þrátt fyrir meiriháttar gott starf og hugsað er vel um okkar iðkendur. Það voru vel yfir 200 nemendur í grunnskólanum á sínum tíma en í dag eru ekki nema 160 nemendur. Þrátt fyrir þessa fækkun hefur íbúum fjölgað á sama tíma. Félagið hefur ekki látið slá sig út af laginu þrátt fyrir þetta og heldur úti metnaðarfullu starfi. Markmið okkar með þessu átaki er að fjölga iðkendum og hvetja íbúa til að eiga notalega stund saman í september. Við munum svo vonandi taka á móti fleiri iðkendum 2025,“ segir Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri Þróttar í Vogum.

Þróttarar hafa fengið hjálpartækjaverslunina Blush með sér í lið en verslunin veitir íbúum Voga 10% afslátt af vörum sínum í Ástarmánuðinum – eins og gefur að skilja gildir afslátturinn ekki af getnaðarvörnum. Öll börn sem fæðast í maí, júní og júlí fá svo frítt í íþróttaskóla barna 2025 til 2027.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband