fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Geta Úkraínumenn náð Kherson aftur?

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 31. ágúst 2022 06:04

Úkraínskir hermenn leita skjóls undan stórskotaliðshríð Rússa. Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á mánudaginn hófst gagnsókn Úkraínumanna gegn rússneska innrásarliðinu í Kherson. Rússar hafa haft héraðið Kherson og samnefnda borg, sem er höfuðstaður héraðsins, á sínu valdi frá því á fyrstu dögum innrásarinnar. Úkraínumenn höfðu lengi boðað að þeir myndu gera gagnsókn í héraðinu til að ná því öllu á sitt vald og nú er hún hafin. En geta þeir náð því aftur á sitt vald? Og ef svo er, hvaða áhrif mun það hafa á gang stríðsins?

Á mánudaginn sagði Oleksiy Arestovych, ráðgjafi Volodomyr Zelenskyy, Úkraínuforseta, að úkraínsku hersveitunum hefði tekist að brjótast í gegnum fyrstu varnarlínu Rússa. Á hinn bóginn sagði rússneska fréttastofan RIA að gagnsókn Úkraínumanna „hefði algjörlega mistekist“.

Breska varnarmálaráðuneytið sagði í daglegri stöðuskýrslu sinni í gær að Úkraínumenn hafi hert stórskotaliðsárásir sínar á Rússa á mánudagsmorguninn en gat ekki staðfest hvernig gagnsóknin gengur.

Í stöðuskýrslu ráðuneytisins frá því í morgun kemur fram að Úkraínumönnum hafi orðið nokkuð ágengt og hafi ýtt varnarlínu Rússa aftur á nokkrum stöðum.

Úkraínumenn sagðir hafa komist nokkuð áleiðis í Kherson

Í umfjöllun Sky News um málið kemur fram að Rússar hafi komið upp öflugum varnarlínum við borgina Kherson og það muni gera Úkraínumönnum erfitt fyrir. Úkraínumenn virðast hafa undirbúið sig vel undir gagnsóknina og fara að öllu með gát segir í umfjölluninni. Þeir forðist að gera sömu mistök og Rússar sem hugðust ná Kyiv á sitt vald með leifturhraða á fyrstu dögum stríðsins. Eins og kunnugt er mistókst það algjörlega og úr varð algjör sneypuför rússneska hersins sem varð að draga sig frá Kyiv.

Talið er að Rússar séu með 15.000 til 30.000 hermenn á norðurbakka árinnar Dnipro en Kherson stendur við hana. Úkraínumenn hafa lagt miklar áherslu á það að undanförnu að einangra þessar hersveitir með því að ráðast á birgðaflutningalínur þeirra og eyðileggja brýr yfir Dnipro. Verða Rússar nú að notast við flotbryggjur og eiga í erfiðleikum með að koma birgðum frá suðurbakkanum yfir á norðurbakkann.

Sean Bell, fyrrum marskálkur í breska flughernum, sagði í samtali við Sky News að til að aðgerð af þessu tagi sé árangursrík þurfi að koma óvinunum á óvart. Úkraínumenn hafi hótað árás vikum saman og því hafi Rússar haft tíma til að styrkja hersveitir sínar á svæðinu. Hann sagði að það muni væntanlega vinna með Úkraínumönnum að íbúar í Kherson vilja ekki hafa Rússa þar og þeir muni hugsanlega gera Rússum skráveifur.

Einnig hefur verið bent á að óvíst sé hversu mikill vilji rússneskra hermanna sé til að berjast fyrir yfirráðum yfir Kherson. Hugsanlegt sé að hersveitir þeirra muni eigi í erfiðleikum með að samhæfa aðgerðir sínar og einnig sé mórallinn meðal þeirra lélegur.

Kherson er mjög mikilvæg borg, hernaðarlega, pólitískt og efnahagslega. Hertaka hennar var fyrsti stóri sigur Rússa í stríðinu. Ef þeir missa hana í hendur Úkraínumanna verður það mikill ósigur fyrir þá.

Héraðið liggur að Krímskaga og sá sem hefur Kherson á sínu valdi hefur yfirráð yfir ferskvatnsbirgðum Krímskaga. Héraðið er rúmlega 100 km frá Odesa sem Úkraínumönnum hefur tekist að halda á sínu valdi til þessa.

Ef Úkraínumenn ná Kherson á sitt vald verður það mikill sigur fyrir þá, bæði hernaðarlega og ekki síður pólitískt. Þá væru nær engir Rússar eftir vestan við Dnipro. Úkraínu væri þá skipt í tvennt og Mykolaiv og Odesa og vesturhluti Úkraínu væri þá mun fjær stríðsrekstrinum en nú er. Bæði Mykolaiv og Odes eru mjög mikilvægar borgir efnahagslega og hernaðarlega séð.

Ed Arnold, sérfræðingur hjá hugveitunni RUSI, sagði í samtali við Sky News að Úkraínumenn geti með sigri í Kherson sýnt vestrænum bandamönnum sínum að þeir geti notað vopnin frá þeim með góðum árangri til að endurheimta hertekin svæði úr höndum Rússa. Ef þeim takist það ekki sé ekki útilokað að sum vestræn ríki dragi úr stuðningi við þá.

Dr Matthew Ford, sérfræðingur í alþjóðamálum hjá University of Sussex, sagði að ákveðin áhætta felist í því ef Úkraínumenn sigra í Kherson því það muni valda Rússum sálarkvöl. „Spurningin er, ef þeir tapa á vígvellinum, hvað mun Vladímír Pútín gera? Ef valið stendur á milli þess að skipt verði um stjórn í Rússlandi og notkunar kjarnorkuvopna þá er það tilfinning mín að hann muni gera hvað sem er til að halda völdum. Það felur í sér raunverulega hættu á stigmögnun,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Í gær

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi