Smári McCarthy, fyrrverandi þingmaður Pírata, gerir úrval kvikmynda í flugvélum Icelandair að um talsefni á Twitter og segir hann að sé sé skemmt yfir því hvað félagið heldur fast í að bjóða upp á myndir á borð við þær sem John Cusack leikur helst í, og „taggar“ hann leikarann heimsfræga í tvítinu.
Smári bætir svo við að honum sé minna skemmt yfir því að blótsyrði séu ritskoðuð í myndunum sem er boðið upp á.
Cusack skaust upp á stjörnuhimininn árið 1984 þegar hann lék í rómantísku gamanmyndinni Sixteen Candles og fékk í framhaldinu aðalhlutverk í mörgum myndum af því tagi, en meðal frægustu mynda hans eru High Fidelity og Being John Malkovich.
Og Cusack er greinilega virkur á Twitter því tíst Smára fangaði athygli hans en Cusack endurtísti því með orðunum: „I´lll have to go to Iceland!“ eða „Ég þarf að fara til Íslands!“
Við reiknum fastlega með að hann komi þá með Icelandair.
I’ll have to go to Iceland ! https://t.co/Gy2iax846i
— John Cusack (@johncusack) August 30, 2022