fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

Árelía ósátt við arðgreiðslur einkarekinna leikskóla – „Áminning um að við þurfum að halda vöku okkar og gera betur“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 30. ágúst 2022 10:00

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árelía Eydís Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og formaður skóla- og frístundaráðs borgarinnar, vill taka fyrir heimild rekstraraðila einkarekinna leikskóla í borginni til að greiða sér út arð og að rekstrarafgangur verði frekar nýttur til að efla þjónustu skólanna.

DV greindi frá því um helgina að dæmi væru um tugmilljóna arðgreiðslur úr einkareknum leikskólum í Reykjavík sem fá rekstrarstyrk frá borginni. Einn þeirra leikskóla sem greiddi sér út arð gerði það þrátt fyrir taprekstur, sem er ólöglegt.

Leikskólinn Vinaminni greiddi út 65 milljónir í arðgreiðslur – Sælukot keypti íbúðarhús á Einarsnesi

Sautján sjálfstætt starfandi leikskólar eru í Reykjavíkur og fá þeir samtals 2,9 milljarða króna í rekstrarframlag frá borginni auk húsnæðisframlags upp á 311 milljónir króna.

Engar kvaðir eru af hálfu borgarinnar um arðgreiðslur einkarekinna leikskóla eða hvernig rekstrarafgangur sem rekja má til opinberra framlaga skuli nýttur.

Í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólum í borgunni segir: „Sviksemisáhætta er nokkur í rekstri leikskóla, einkum sú áhætta að blanda persónulegum kostnaði eigenda saman við leikskólarekstur.“

Úttektin var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar í síðustu viku.

Þar segir einnig: „Hjá Reykjavíkurborg er um mikla orðsporsáhættu að ræða ef rekstur sjálfstætt starfandi skóla samræmist ekki meðferð á opinberu fé.“

Eðlilegt að sömu skilmálar gildi um bæði skólastig

DV spurði Árelíu hvort hún væri fylgjandi því að sjálfstætt starfandi leikskólar sem njóta styrkja frá Reykjavíkurborg greiði út arð.

„Kveðið er á um í þjónustusamningum við sjálfstætt starfandi grunnskóla að sá hluti rekstrarafgangs sem rakinn verður til opinberra framlaga verði nýttur til að efla þjónustu skólans. Mér finnst eðlilegt að sömu skilmálar eigi við um leikskóla,“ segir Árelía.

Þetta er í takt við málflutning Trausta Breiðfjörð Magnússonar, borgarfulltrúa Sósíalistaflokksins, sem spurði í grein um helgina: „Í sjálfstætt reknum grunnskólum borgarinnar eru þau skilyrði sett að þeir megi ekki greiða sér út arð. Hvers vegna gildir hið sama ekki um leikskóla?“

Trausti gagnrýnir tugmilljóna arðgreiðslur einkarekinna leikskóla: „Peningur sem ætti að nýtast börnum er sogaður út“

Greiddi út arð á leið í gjaldþrot

DV greindi frá því að samkvæmt úttektinni greiddi leikskólinn Vinaminni í Asparfelli út 65 milljóna króna arð á tveimur árum.

Ungbarnaleikskólinn Ársól greiddi út yfir 20 milljónir í arð á tveimur árum og gerði það þrátt fyrir að vera með neikvæða eiginfjárstöðu, sem er ólöglegt, og að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar stefnir rekstarfélag leikskólans í gjaldþrot.

Félagið sem rekur Ársól, Skólar ehf., rekur einnig leikskóla í þremur öðrum sveitarfélögum.

Árelía segir að verið sé að reka smiðshöggið á skýrslu starfshóps sem hefur haft það verkefni að móta tillögur um mótun stefnu um aðkomu Reykjavíkurborgar að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum.

Raðhús í Skerjafirði sem enginn veit neitt um 

Í úttekt innri endurskoðunar kom meðal annars fram að leikskólinn Sælukot  í Litla-Skerjafirði hafi árið 2019 keypt íbúðarhús að Einarsnesi 8 „en ekki er vitað til hvaða nota.“

Skortir borgina ekki hreinlega yfirsýn yfir þá starfsemi sem hún er að styrkja?

Árelía segir að ljóst sé að skerpa þurfi á eftirliti og gera ríkari kröfur um gegnsæi fjármála sjálfstætt starfandi skóla.  „Það á allt að vera uppi á borðum,“ segir hún.

Starfshópur hefur gagnrýnina að leiðarljósi

Spurð hvort núverandi fyrirkomulag sé ásættanlegt hvað einkareknu leikskólana varðar, að teknu tilliti til athugasemda innri endurskoðunar, eða hvort hún myndi vilja sá reglum breytt, segir Árelía að borgarráð hafi skipað starfshóp í upphafi ársins sem hefur það verkefni að móta tillögur um mótun stefnu um aðkomu Reykjavíkurborgar að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum og er hópurinn að leggja lokahönd á tillögur sínar.

„Ég tek fram að hópurinn hefur stuðst við ábendingar innri endurskoðunar í vinnu sinni,“ segir hún.

Þarf að fara ofann í kjölinn á nokkrum málum

Kemur til greina að hætta stuðningi borgarinnar við einhvern af þeim leikskólum sem þarna eru gerðar alvarlegar athugasemdir við reksturinn á?

„Það er ljóst að við þurfum að fara ofan í kjölinn á nokkrum málum og það verður gert.  Okkur er mjög í mun að skapa traust og gagnsætt fag- og rekstrarumhverfi hjá sjálfstætt starfandi skólum.  Hér er um að ræða almannafé og meðferð þess þarf að vera hafin yfir vafa.  Ég vil taka fram að borgin á almennt í mjög góðu samstarfi við sjálfstætt starfandi skóla og foreldrar eru ánægðir með skólastarfið.  Skýrsla Innri endurskoðunar er hins vegar áminning um að við þurfum  að halda vöku okkar og gera betur,“ segir Árelía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“

Eydís allt annað en sátt við Ingu Rún: „Er konunni alvara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta

Kynferðisbrotamaður sleppur með skilorð eftir að móðir og stjúpfaðir brotaþola létu hendur skipta
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband