fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fréttir

„Sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku“ sendir íbúum Bláskógabyggðar samúðarkveðju – „Við erum ekki öll hjartalaus“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. ágúst 2022 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verið er að leggja niður hjólhýsabyggðina við Laugarvatn, en undanfarið hafa eigendur hjólhýsa á svæðinu fengið bréf frá sveitarstjórn Bláskógabyggðar þess efnis að loka eigi fyrir rafmagn og vatn á svæðinu um mánaðamótin og því þurfi eigendur að pakka saman dóti sínu og yfirgefa svæðið.

Hefur þetta lagst þungt í marga eigendur sem hafa jafnvel áratugum saman unnið að því að koma sér upp fallegum reitum í kringum hjólhýsi sín. Á dögunum greindi DV frá ekkill hafi í miðju sorgarferli eftir að hafa misst eiginkonu sína þurft að drífa sig upp að hjólhýsasvæðinu og rífa þar niður allar minningarnar sem hann hafði byggt upp síðustu áratugi með konunni sinni heitinni og afkomendum þeirra.

Sjá einnig: Missti eiginkonu sína og þurfti að rífa niður allar minningarnar þeirra í Bláskógabyggð – „Allra mesta mannvonska sem ég hef orðið vitni að“

Undanfarna daga hafa fréttir borist af því að eigendur hjólhýsa á svæðinu séu sorgmæddir og niðurbrotnir og hyggist leita réttar síns. RÚV ræddi við eigendur á svæðinu sem lýstu því yfir að málið sé að valda þeim bæði fjárhagslegum og tilfinningalegum skaða.

Misbýður herfilega aðförin gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu

Sigríður Jónsdóttir, íbúi í Bláskógabyggð, sendir samúðarkveðjur til íbúa Bláskógabyggðar í pistli sem birtist hjá Vísi í dag, en þar titlar Sigríður sig sem sjálfstæðan rannsakanda óheilinda og illsku. Hún segir að hún og aðrir íbúar á svæðinu séu þolendur sveitarstjórnar í Bláskógabyggð og segist Sigríður skammast sín fyrir að svona sé farið með nafn sveitarfélagsins.

„Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu.“

Hún segist þekkja aðferðirnar sem nú sé beitt, en þær séu útúrsnúningar og ósannindi, skortur á lýðræðislegum vinnubrögðum og fullkomin blinda á lög og siðferði.

„Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það.“

„Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta“

Sigríður segir að um miðjan ágúst hafi sveitarstjórinn, Ásta Stefánsdóttir, sem bréf til margra íbúa hjólhýsasvæðisins þar sem þeim var hótað útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar fyrir mánaðamót.

„Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta.“

Íbúar á svæðinu hafi ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð svæðisins en ekki fengið það tækifæri. Undirskriftalisti hafi verið sendur til oddvita sveitarstjórnar vorið 2021 þar sem lokun svæðisins var mótmælt. Það hafi líka verið hundsað. Telur Sigríður að reynt sé að þagga umræðuna niður.

„.Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa.“

Innilegar samúðarkveðjur

Veltir Sigríður fyrir sér hvað sveitarstjóri ætli sér að gera ef niðurstaða þess samráð verði að íbúar vilji gömlu hjólhýsabyggðina áfram. Með pistlinum sendir hún svo íbúum hjólhýsasvæðisins samúðarkveðju sem og annarra sveitunga sem finni til og séu meðvitaðir um hvað sé í raun og veru að eiga sér stað.

„Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveðjur og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólöf Tara er látin

Ólöf Tara er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi

Vissi ekkert hvað hann var að gera þegar hann olli skelfilegu umferðarslysi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl

Sigurði og félögum birt ákæra í stóra metamfetamín-málinu – Reyndu að smygla metamfetamín-kristöllum með bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr

Kristján ómyrkur í máli á fundi með borgarstjóra – Krafan er skýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“

Segir að Pútín sé með leynilega áætlun – „Skelfilegt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband

Sjáðu Þór bjarga Hugin – Myndband
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi

Sjáðu myndir og myndband frá björgunarstörfum á Reykjanesbraut og Suðurstrandarvegi