Nú virðist Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hafa fengið nóg af Shoigu og stjórnunarhæfileikum hans, eða öllu heldur skorti á þeim, og hefur ýtt honum til hliðar. Þetta kemur fram í daglegri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins í dag. Vísar ráðuneytið í fréttir óháðra rússneskra fjölmiðla um þetta.
Latest Defence Intelligence update on the situation in Ukraine – 29 August 2022
Find out more about the UK government's response: https://t.co/UbLfTGATDr
🇺🇦 #StandWithUkraine 🇺🇦 pic.twitter.com/YCp7fMLXU9
— Ministry of Defence 🇬🇧 (@DefenceHQ) August 29, 2022
Segir ráðuneytið að nokkrar heimildir séu fyrir því að Pútín hafi ákveðið að víkja Shoigu frá þar sem honum þyki rússneska hernum ekki ganga vel á vígvellinum. Það vita svo sem allir því víglínurnar hafa nær ekki breyst nokkuð vikum saman. Rússar hafa beðið hvern niðurlægjandi ósigurinn á fætur öðrum, sérstaklega í ljósi þess að þeir töldu sig geta sigrað Úkraínumenn á nokkrum vikum í mesta lagi. Nú er rúmt hálft ár síðan þeir réðust inn í landið og árangurinn hefur ekki verið mikill.
Pútín er nú sagður fá beinar skýrslur frá hershöfðingjum um gang stríðsins.
Í stöðuskýrslunni kemur fram að reyndir herforingjar og hermenn geri líklega mikið grín að Shoigu vegna lélegra stjórnunarhátta og slælegs gengis á vígvellinum.