Í Miðborginni var maður, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn á tólfta tímanum. Ítrekað var búið að kvarta undan manninum. Hann var vistaður í fangageymslu.
Á tíunda tímanum var ökumaður handtekinn á Reykjanesbraut í Kópavogi. Hann er grunaður um nytjastuld ökutækis, að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum og vörslu fíkniefna.
Tveir ökumenn voru handteknir í gærkvöldi grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna. Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og var um ítrekað brot hjá honum að ræða á þeirri sviptingu.
Einn ökumaður var kærður fyrir að aka sviptur ökuréttindum í Breiðholti síðdegis í gær.
Einn ökumaður var kærður fyrir akstur gegn rauðu ljósi í Garðabæ.
Skemmdir voru unnar á sjálfsala við bensínsölu í Hafnarfirði. Reynt hafði verið að komast að seðlageymslu sjálfsalans en það tókst ekki.
Á áttunda tímanum í gærkvöldi var maður, í annarlegu ástandi, handtekinn við Smáratorg. Hann hafði verið að áreita fólk og er einnig grunaður um líkamsárás. Hann var vistaður í fangageymslu.