fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Meint glæpakvendi voru lesbíur á leið í grillveislu – „Við fegnum hláturskast þegar við lásum fréttina“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 29. ágúst 2022 18:58

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snemma í dag birtist óhugnanleg frétt á Visir.is þar sem íbúi í Rimahverfi lýsti „óþægilegri upplifun táningsdóttur sinnar af heimsókn tveggja ókunnugra kvenna á heimili sitt, þegar dóttirin var ein heima. Konurnar sögðust þekkja móðurina, sem móðirin kannaðist ekki við, og vildu fá að taka myndir í bakgarði hússins. Hún er viss um að málið tengist skipulagðri brotastarfsemi.“

Konurnar sem um ræðir lásu fréttina og áttuðu sig á því að verið var að tala um þær, þó ekki hafi verið farið rétt með allar staðreyndir í frásögninni að þeirra sögn.

Guðrún Ó. Axelsdóttir ljóstrar því upp á Facebooksíðu sinni nú síðdegis að þarna hafi hún og S. Laufey Vigfúsdóttir, unnusta hennar, verið á ferð. Visir.is greindi fyrst frá þessu.

„Glæpakvendi og illa talandi konur á ensku,“ skrifar hún og setur við broskalla.

Flestum sem skrifa athugasemd við færsluna finnst þetta bráðfyndinn misskilningur og Guðrúnu augsýnilega líka því hún skrifar við eina athugasemdina: „Við sprungum úr hlátri þegar við lásum fréttina.“

En hvað voru þær Guðrún og Laufey eiginlega að gera á þessu heimili?

Vildu fá að bíða á pallinum

„Okkur Laufeyju var boðið í grill hjá vinkonum okkar og förum húsvillt. Þar sem við erum að banka á dyrnar kemur ung stúlka að okkur og spyr eru þið að hitta einhvern hér. Við spyrjum hvort hún sé dóttir Örlu sem við köllum vinkonu okkar í djóki. Hún svarar játandi. Við spyrjum hvort þær séu inni og hún segist ekki vita það, við segjum sennilega eru þær út í garði þar sem var verið að bjóða okkur í grill en héldum að þær hefðu kannski skroppið frá og spyrjum hvort við megum bíða úti á pallinum. Hún vísaði okkur þangað, við áttuðum okkur að við værum sennilega í röngu húsi þar sem út í garði var hundaskítur, mjög ólíkt vinkonum okkar því þær eru svo snyrtilegar,“ skrifar Guðrún.

Þegar þarna var komið við sögu hafi þær hringt í vinkonuna og eftir að hún svaraði kom í ljós að hún var hinum megin við girðinguna, í næsta húsi.

Ekki hluti af skipulagðri brotastarfsemi

„Við fengum hláturskast og báðum stelpuna innilegra afsökunar á þessum misskilning, dóttirin og vinkonur hennar hlógu með. Svo færði ég bílinn úr innkeyrslu fólksins yfir til vinkonu okkar sem var við hlið hússins. (nægur tími til að taka myndir af númeraplötunni)

Við tókum engar myndir hjá fólkinu og erum ekki partur af skilpulagðri brotastarfsemi. Bara saklausar konur sem fóru húsavillt,“ skrifar Guðrún.

Hún hefur þó einnig uppi ákveðin varnaðarorð: „Í alvöru þarna er verið að búa til ótta hjá börnum og eins finnst mér líka verið að gefa í skyn að útlendingar eru hættulegir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans